Síður

6/30/2011

Af fínum og frægum leyndarmálum

Vissuð þið að...

...það er hægt að léttast með því að hreyfa sig og borða hollara fæði?
...það er hægt að líða betur með því að hætta að hafa áhyggjur og stunda hreyfingu?
...það er hægt að komast í betra form ef maður dansar, hleypur, skokkar, lyftir og hoppar? 
...það er ógeðslega hollt að drekka geðveikt mikið af vatni?

Ef þið vissuð þetta ekki þá eru þeir ríku og frægu alltaf til í að deila ,,leyndarmálum" sínum. Hvern hefði grunað að það að brenna fleiri hitaeiningum heldur en maður innbyrðir leiðir til þess að maður missir kíló og kemst í betra form? Ekki mig að minnsta kosti. Ég er svo guðslifandi fegin að hafa fjölmiðla eins og Pjattrófurnar og Smartland Mörtu til þess að upplýsa mig um það sem er í gangi hverju sinni. Tala nú ekki um blaðakonurnar á bleikt.is og allt það sem þær hafa gert fyrir mig. 

Ok, nóg komið af geðveikt bitri kaldhæðni ... eða er það? Er ekki bara komið nóg þegar ofantaldir ,,fjölmiðlar" fyrirfinnast ekki? Ég held það bara. 

Annars hef ég verið að spá og spekúlera líkt og maður gerir ... hvaða umræðuefni finnst ykkur vanta meiri umfjöllun í samfélaginu? Hverju langar ykkur til að varpa ljósi á eða fá svör við? Baaaara svona pæling sko.

Mér finnst vanta áherslu á gagnrýna og upplýsta hugsun. 

Af fínum og frægum leyndarmálum

Vissuð þið að...

...það er hægt að léttast með því að hreyfa sig og borða hollara fæði?
...það er hægt að líða betur með því að hætta að hafa áhyggjur og stunda hreyfingu?
...það er hægt að komast í betra form ef maður dansar, hleypur, skokkar, lyftir og hoppar? 
...það er ógeðslega hollt að drekka geðveikt mikið af vatni?

Ef þið vissuð þetta ekki þá eru þeir ríku og frægu alltaf til í að deila ,,leyndarmálum" sínum. Hvern hefðu grunað að það að brenna fleiri hitaeiningum heldur en maður innbyrðir leiðir til þess að maður missir kíló og kemst í betra form? Ekki mig að minnsta kosti. Ég er svo guðslifandi fegin að hafa fjölmiðla eins og Pjattrófurnar og Smartland Mörtu til þess að upplýsa mig um það sem er í gangi hverju sinni. Tala nú ekki um blaðakonurnar á bleikt.is og allt það sem þær hafa gert fyrir mig. 

Ok, nóg komið af geðveikt bitri kaldhæðni ... eða er það? Er ekki bara komið nóg þegar ofantaldir ,,fjölmiðlar" fyrirfinnast ekki? Ég held það bara. 

Annars hef ég verið að spá og spekúlera líkt og maður gerir ... hvaða umræðuefni finnst ykkur vanta meiri umfjöllun í samfélaginu? Hverju langar ykkur til að varpa ljósi á eða fá svör við? Baaaara svona pæling sko.

Mér finnst vanta áherslu á gagnrýna og upplýsta hugsun. 

6/29/2011

Gleðileg jól í júní

Það er svo merkilegt með jólin. Þrátt fyrir að maður heimsæki Jólaland í júní þá er jólalyktin, jólatónlistin, jólaskrautið og jólanammið svo yfirgnæfandi að maður getur ekki annað en hlakkað til jólanna. Sumir kunna að halda að ég sé klikkuð og það gæti bara vel verið, ég hef alltaf verið, er og mun alltaf verða hugfangin af jólunum og öllu sem þeim viðkemur.




Gerði eitt vandræðalega skemmtilegt í fyrradag. Fórum í bíó á formúluhollywood klisju, Mr. Popper's Penguins. Það hefði kannski ekki verið vandræðalega nema fyrir þá staðreynd að við vorum u.þ.b. 10 í sal 2 í Smáralind. Hvert einasta hnerr, hóst, snörl og hrygl heyrðist. Á hinn bóginn vorum við svo með salinn útaf fyrir okkur nánast og gátum valið um sæti. Svo betur fór en á horfðist. Ég mun hinsvegar velja bíómyndirnar héðan í frá ;)

Mér finnst voða gaman að taka myndavélina með mér hvert sem ég fer og taka myndir af öllu, en þegar kemur að því að deila þeim þá er ég ekki jafn dugleg.

Ég er voða mikið alltaf að bíða, lifi ekki nóg í núinu. Þarf reglulega að minna mig á að vera hamingjusöm í núinu en ekki láta hamingjuna vera háða skilyrðum. Það vilja allir halda að þeir séu öðruvísi, að þeir hugsi ekki ens og allir aðrir. En sannleikurinn er sá að ef þú hugsar þannig þá ertu eins og allir aðrir. Hjarðhegðun og skortur á gagnrýnni hugsun er alvarlegt vandamál í samfélaginu okkar að mínu mati. Ég hef einnig tekið eftir leti í hugsun hjá mér ... ég kenni internetinu og Facebook um. Svo hefur Reddit sogað mig inn líka. Hvernig stendur á því að mér hefur tekist að sigrast á fíkniefni eins og nikótíni en ég get ekki losað mig úr viðjum internetsins? Óútskýranlegt.

Best að surfa netið mindlessly fyrir svefninn.
Adios.

Ps. Eftir að hafa lesið þetta blogg yfir líður mér eins og það hafi verið skrifað af ,,blaðakonum" bleikt.is. Ég ætla engu að síður að leyfa því að standa sem áminningu um að ég geti gert betur og að ég eigi ekki að blogga eftir kvöldmat.

6/22/2011

Stefnulaus iðjuleysingi

Eða þannig líður mér að minnsta kosti núna. Er ekki með vinnu eftir sumarið og get ekki fyrir mitt litla líf ákveðið hvað ég vil læra næst svo að halda áfram á skólabekk kemur ekki til greina.

Ég hef verið stefnulaus áður. Fann fyrst fyrir því þegar ég útskrifaðist úr Hraðbraut. 17 að verða 18 og vissi ekki hvort ég væri að koma eða fara. Ákvað að fara að vinna. Annað skiptið sem ég var stefnulaus var þegar ég hætti í félagsfræðinni og hafði ekki hugmynd um hvort eða hvað ég ætti að læra... og nú sit ég hér. Stefnulaus í þriðja skiptið. Finnst eins og ég geti gert hvað sem er en á sama tíma ekki neitt. Það er undarleg tilfinning.

Finnst eins og að ég þurfi að velja mér starfsvettvang fljótlega, eða a.m.k. finna mér vinnu sem er eitthvað smá tengd því sem mig langar að gera í framtíðinni. Ef ég bara vissi hvað það væri...

...í augnablikinu þá hljómar það meira spennandi fyrir mér að vera pizzusendill heldur en að grotna inn á skrifstofu allan daginn.

Einhversstaðar las ég það fyrir langa löngu að ef maður vissi ekki hvert maður stefndi þá væri sniðugt að biðja vini og vandamenn að segja manni hvað þeim fyndist.

Nenniði?

Plís?

Þegar ég sé sjálfa mig í framtíðinni þá sé ég bara ekki neitt, svo motherfriggin ráðvillt er ég. Veit ekki hvort ég vil vera mannfræðingur eða ljósmyndari, heimildarkvikmyndagerðarkona eða bakari, kennari eða rithöfundur, flugkona eða leigubílsstjóri. Það er óþolandi en samt frábært að þetta skuli allt vera í boði. Líður eins og þegar ég var lítil og fólk spurði mig hvað ég ætlaði að verða og ég svaraði ,,búðarkona"...

...kannski ég láti þann draum bara rætast. Myndi pottó nenna að vinna með glöðu konunni á Granda!

6/20/2011

Af hreintrúuðum femínistum og öðrum hryðjuverkjamönnum

Verandi algjör hardcore femínisti þá skil ég hreinlega ekki bara af hverju við konur fáum ekki frið til að elska og vera kvenlegar!? Þessar svokölluðu hreintrúarfemínistar (ekkert annað en öfgalið ef þú spyrð mig) heimta að við séum eins og karlmennirnir og eigum að bjóða þeim byrginn, heimta að við látum eins og algjörar frekjutuðrur. En við kvenkonurnar (undirstrika kvenleikann, erum engvir menn!) erum bara svo mjúkar. Við erum ekki þessar hörðu frekjur í buxum. Persónulega þá er líf mitt eins og ein risastór dömubindaauglýsing. Mér finnst ég aldrei kvenlegri og mýkri en einmitt á þeim tíma mánaðarins.

Ég veit að ég tala fyrir margar kynsystur mínar þegar ég segi ,,niður með öfgafemínista sem hegða sér eins og verstu múslimar og heimta að við séum harðar og loðnar". Hvaða karlmaður vill eiginlega svoleiðis konu spyr ég nú bara. Blaðakonan Klara Egilson skilur mig fullkomnlega, enda hefur hún þurft að berjast hart fyrir því að vera mjúk og mega elska í marga áratugi. Mikið vildi ég að allar konur væru eins mjúkar og hún. Þá væri ekkert vesen og við gætum bara leyft karlmönnum að vera harðir til þess að vernda okkur og við mjúkar og hugsað um þá. Hvað er betra spyr ég nú bara?

Ah, gömlu góðu dagarnir. 

6/15/2011

Af bernskubrekum og framtíðarplönum

Eyðum við fullorðinsárunum í að losa okkur við ósiði æskunnar? Naglanag, borínef, geispa með opinn munn, vera hreinskilin (stundum um of).

Hafið þið einhverntímann rekist á gamalt blogg, dagbók, ljóð eða sögu? Ég hef það og mér finnst það undarlegt. Stundum hafa ekki mörg ár liðið en samt fæ ég það á tilfinninguna að ég sé að lesa blogg eftir ókunnuga manneskju. Það mætti halda að ég hafi umturnast algjörlega frá einni manneskju yfir í aðra. Hvað segir það um mann? Erum við einungis svampar á umhverfi okkar og endurspeglum það sem er að gerast í kringum okkur og þá sem við umgöngumst? Eða breytumst við einfaldlega alveg tilviljanakennt?

Stend á smá krossgötum núna. Vinna eða skóli, skóli eða vinna? Iðjulaus aumingi jafnvel? Hef komist að því að atvinnumarkaðurinn er ekkert beint að drepast úr þorsta í mannfræðinga. Svo kannski er best að halda bara áfram ... andskotans vítahringur, vissi að ég hefði átt að fara í tölvunarfræði.

Ég finn mér eitthvað að gera, verð bara rithöfundur eða eitthvað. Einhverntímann hlýtur heimurinn að finna pláss fyrir félagsvísindin. Hvað finnst ykkur annars að mannfræðingar ættu að gera?

Secondly...




Testing again ... wondering if I should do this or not. Not like it's a life altering decision. Just wondering...