Síður

8/27/2011

Áhrif

Að vera áhrifavaldur í lífi annarra er eitthvað sem ég hef verið að velta fyrir mér upp á síðkastið. Það byrjaði allt þegar ég var með nokkra glugga í Chrome opna um daginn og ákvað að loka þeim. Þar rakst ég á síðu sem ég var búin að vera með opna í einhvern tíma (já ég slekk aldrei á tölvunni minni og er að meðaltali með 10-15 glugga opna), þetta var undirskriftalisti fyrir Wang Lihong, aktivista í Kína sem var fangelsuð fyrir að stöðva umferð. Ég lokaði óvart glugganum og gerði mér þar með grein fyrir því að einum músarsmell hafði ég tekið afdrifaríka ákvörðun. Með því að ákveða að skrifa eða skrifa ekki nafn mitt á þennan undirskriftalista er ég að kjósa að vera áhrifavaldur í lífi Wang Lihong, manneskju sem er stödd rúmlega 7700 km frá mér. Mér fannst þetta vald óþægilegt og óraunverulegt. Hvað er þetta annað en nafn á blaði, hvernig vitum við að þetta gerir gagn?

Ég hef verið að upplifa mikið ástar/haturssamband við internetið uppá síðkastið. Mig hefur langað til að koma hlutum í verk en festist af einhverjum ástæðum í heiladrepandi og afvegaleiðandi umræðum og myndum á netinu. Internetið hefur gert mér margt gott og að mörgu leyti hef ég getað nýtt mér það til þess að vera upplýst. Ég er voðalega utan við mig og finnst þægilegt að geta farið á netið og lesið mér til um það allra nýjasta aftur í tímann.

Hvað er til dæmis málið með femínisma-umræðurnar þessa dagana? Af hverju og hvenær varð það allt í einu hipp og kúl að vera femínisti? Ekki misskilja mig, það er skref í rétta átt þegar femínismi merkir ekki lengur loðin trunta sem þarf að fá að ríða, það er jákvætt þegar fólk gerir sér grein fyrir því að femínisti er sá sem sér óréttlæti og vill leiðrétta það, hann er ekki bundinn við útlit, stöðu, kyn eða aldur. En það að vera kona sem hefur náð langt á því að ala á staðalímyndum um áhugamál og útlit kvenna er ekki femínisti að mínu mati.

Þetta er hárfín lína og hefur reynst mörgum erfið viðureignar síðustu daga. Hvernig er hægt að vera femínisti og samt vilja líta vel út? Fyrir hvern vill femínistinn líta vel út osfrv. En það er einmitt það sem þetta snýst ekki um ... útlit.

Klukkan er korter í eitt og ég er orðin ansi þreytt. Þessi umræða kann að vera orðin það líka en mér er alveg sama, mitt blogg, mínar pælingar.

Hafið þið tekið eftir því hvað ég er orðin pen og dömuleg í orðalagi, á gömlu bloggunum mínum finnst varla setning sem ekki byrjar á helvítis, andskotans, djöfulsins, fokking eða einhverju öðru fúkyrði. Er aldurinn að færast yfir eða hvað?

Var að henda inn nokkrum myndum á www.flickr.com/photos/mluthersdottir ...




8/11/2011

Hremmingar dagsins

Ég má til með að segja ykkur sögur af klaufaskap mínum. Ég er alræmd fyrir brussuskap, gleymsku og almennt fyrir að vera sveimhugi. Dagurinn í dag var ekki undanskilin. Mig hefur lengi langað til að föndra minn eigin kökudisk og fékk því þá flugu í hausinn að finna mér diska og skotglös í Góða Hirðinum og líma það saman með glerlími og spreyja svo með lit að eigin vali. Það tók mig tvær ferðar og þrjá daga að safna öllu þessu saman, finna réttu diskana, glösin og velja lit (getur verið flókið). Eftir vinnu í dag var ég loksins komin með allt og hófst þá handa. Til að byrja með leit þetta svona út, 3 fullkomnir diskar ásamt skotglösum til að tengja á milli. 


 Eftir að límið þornaði leit kökustandurinn svona út svo ég setti hann í pappakassa til þess að spreyjið færi sem minnst út fyrir.


Eeeen ég með minn klaufaskap ákvað að lyfta kassanum án þess að átta mig á því að botninn væri ekki límdur þannig að diskurinn smallaðist á grjóthörðu stéttinni og ég sat með galopinn munn með tárin í augunum. Þetta líkist helst blóðbaði. 


Til að toppa hremmingarnar skar ég mig á 3 stöðum í lófanum við að reyna týna þetta saman í svekkelsi og læsti mig síðan úti til að bæta kolsvörtu ofan á svart. En ég hélt samt ótrauð áfram og ákvað að mála bara ekki neitt heldur bara að líma diska og kertastjaka saman. Það kom svona helvíti skemmtilega út. 



Sveppurinn er keyptur í Garðheimum, fannst hann skemmtileg viðbót.


Svo þetta er sagan af því hvernig ég lærði af reynslunni og bjó samt til þrjá kökudiska. Í öðrum fréttum er þetta helst.



Er haustið ekki bara að koma? Elliðárdalurinn var ansi haustlegur í fyrrakvöld.

Þangað til næst.

8/07/2011

Gay Pride 2011

Helgin var tileinkuð réttindum samkynhneigðra og transgender og ég fór ásamt 99.999 öðrum og tók nokkrar myndir, nenni ómögulega að hlaða fleirum inn núna. Þetta var æðislegt að vanda og yndislegt að sjá svona marga glaða í einu. Senuþjófurinn var Páll Óskar með bæði vagninn sinn og athugasemdir. 






 Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. 

Njótið.
Þangað til næst.

8/04/2011

Blekkingar Hollywood

Þær eru ófáar, í raun svo margar að ógerlegt er að fara yfir þær í einum pistli. Ein sérstök blekking hefur alltaf vakið áhuga minn. Í þættinum Pretty Little Liars segir frá fjórum ungum dömum sem eiga að vera í kringum 16-17 ára aldurinn í litlu smáþorpi í Bandaríkjunum. Þær deita gæja og gellur og eiga bræður og systur á svipuðum aldri þannig að það er mikið um unglinga í þessum þáttum. Það sem er áhugavert við þetta er að stelpan sem þátturinn snýst allur um er fædd 1996, hún er rétt nýorðin 15 ára. Elsta leikkonan sem á að vera 16 ára er fædd 1979 og er því 32 ára. Það hlýtur að teljast undarlegt að vera 14 ára (hún var það þegar þættirnir byrjuðu) að vinna með manneskju sem er helmingi eldri en þú og eiga að vera á svipuðum aldri. Þetta er bara ein sjúk blekking sem Hollywood heldur að okkur. Ein af mörgum.

Þoli ekki þegar ég klikka í hugsunarleysi á linka sem leiða mig inn á bleikt.is, menn.is, lífið á vísi eða smartland Mörtu (hrollur). Mér byrjar ósjálfrátt að líða verr með sjálfa mig, enda kannski ekki skrítið þegar ,,frétta"titlarnir eru

,,Dregur úr hrukkum og strekkir húðina"
,,Sumir eru í klikkuðu formi"
,,Hörkukroppur korter eftir fæðingu"
,,Heidi Klum hleypur af sér spikið" (ha ha ha)
,,10 ára fyrirsæta slær í gegn" (ok ha?!)
,,Svona heldur Gaga sér í formi"
,,Fáðu seiðandi augnaráð á einni mínútu"
,,Fegurðarleyndarmál Bar Rafaeli" (eflaust að drekka vatn og hreyfa sig)
,,Vertu súperflott á 5 mínútum"

Útlit, útlit, útlit ... svo á sömu síðu má finna uppskriftir að kökum sem eru minnst 12.000 hitaeiningar og réttlætingar fyrir því af hverju þú mátt alveg við því að baka þér eina svona og éta yfir Sex and the City.

Andskotinn. Ég veit að þetta var sko ekki upplífgandi blogg en svona staðreyndir eru það ekki heldur. Við verðum að vera meðvituð um það sem við skoðum, lesum, sjáum og heyrum. Gagnrýna allt og trúa engu. Það er mottóið mitt! Ætla ekki örugglega allir í Róttæka sumarháskólann? 

Þegar maður verður vitni að óréttlæti þá verður maður svo andskoti reiður. Þegar ég heyri fólk segja að nú séu málefni femínista í höfn og að þær geti bara hætt þessu verð ég pirruð. Femínisti er ekki bara hvít miðaldra kona að berjast fyrir réttindum hvítra miðaldra bisness kvenna! Femínistar geta verið svartir, hvítir, gulir, feitir, mjóir, ungir og aldnir að berjast fyrir réttindum annarra kvenna sem eru á hverjum degi beittar gríðarlegu óréttlæti og fá að kenna á því bara vegna þess að þær fæddust með píku en ekki typpi. Kvenmaður getur selt líkama sinn fyrir húsaskjól og skammt af heróíni. Getur karlmaður gert það sama? Myndi einhver kona kaupa líkamann á karlmanni og veita honum í staðinn eiturlyf og húsaskjól? Hvað segið þið?

Femínisti er ekki sá sem hatar karlmenn og vill að allir karlmenn verði geldir. Það er bara klikkuð kona og talar ekki fyrir hönd femínista, það er svo mikið common sense að mér finnst hálf fáránlegt að nefna það. En staðreyndin er sú að það þarf að tala um þetta. Það þarf að tala um ansi mikið í samfélaginu okkar. Óréttlæti, eiturlyf, áfengisfíkn, geðsjúkdóma, vændi. Ég vík að því seinna. Þetta er gott í bili.

Þangað til næst.

Blekkingar Hollywood

Þær eru ófáar, í raun svo margar að ógerlegt er að fara yfir þær í einum pistli. Ein sérstök blekking hefur alltaf vakið áhuga minn. Í þættinum Pretty Little Liars segir frá fjórum ungum dömum sem eiga að vera í kringum 16-17 ára aldurinn í litlu smáþorpi í Bandaríkjunum. Þær deita gæja og gellur og eiga bræður og systur á svipuðum aldri þannig að það er mikið um unglinga í þessum þáttum. Það sem er áhugavera við þetta er að sú sem þátturinn snýst allur um er fædd 1996, hún er rétt nýorðin 15 ára. Elsta leikkonan sem á að vera 16 ára er fædd 1979 og er því 32 ára. Það hlýtur að teljast undarlegt að vera 14 ára (hún var það þegar þættirnir byrjuðu) að vinna með manneskju sem er helmingi eldri en þú og eiga að vera á svipuðum aldri. Þetta er bara ein sjúk blekking sem Hollywood heldur að okkur. Ein af mörgum.

Þoli ekki þegar ég klikka í hugsunarleysi á linka sem leiða mig inn á bleikt.is, menn.is, lífið á vísi eða smartland Mörtu (hrollur). Mér byrjar ósjálfrátt að líða verr með sjálfa mig, enda kannski ekki skrítið þegar ,,frétta"titlarnir eru

,,Dregur úr hrukkum og strekkir húðina"
,,Sumir eru í klikkuðu formi"
,,Hörkukroppur korter eftir fæðingu"
,,Heidi Klum hleypur af sér spikið" (ha ha ha)
,,10 ára fyrirsæta slær í gegn" (ok ha?!)
,,Svona heldur Gaga sér í formi"
,,Fáðu seiðandi augnaráð á einni mínútu"
,,Fegurðarleyndarmál Bar Rafaeli" (eflaust að drekka vatn og hreyfa sig)
,,Vertu súperflott á 5 mínútum"

Útlit, útlit, útlit ... svo á sömu síðu má finna uppskriftir að kökum sem eru minnst 12.000 hitaeiningar og réttlætingar fyrir því af hverju þú mátt alveg við því að baka þér eina svona og éta yfir Sex and the City.

Andskotinn.

Þangað til næst.

8/01/2011

Fjögurra daga afmælishelgi

Woah! Þvílík og önnur eins átveisla hefur ekki verið haldin svo elstu menn muna ... Ég er svo södd og er búin að vera það síðan á föstudaginn. Kræst.

Þá er fjögurra daga afmælishelgi liðin undir lok. Þjófstartaði á föstudeginum með vinkonuhitting á Nings, kaffihúsi og toppað með bíó. Laugardeginum eytt í verslunarráp og grillveislu. Sunnudeginum í Kolaports/Þjóðminjasafns/Hallgrímskirkjurúnt með tveimur uppáhalds og toppað með Ruby Tuesday og annarri bíóferð og dagurinn í dag notaður í hamingjuóskir, gjafir, kökur, pönnukökur og fullt af ást! Vá ... mér finnst ég svo lukkuleg að ég veit varla hvað ég á að segja eða hvernig ég get þakkað nóg fyrir mig. Ég ætla bara að enda þessa færslu á myndaseríum frá helginni. Takk fyrir mig enn og aftur og vonandi var helgin ykkar jafn frábær og mín.






Meira á www.flickr.com/photos/mluthersdottir

Þangað til næst.