Síður

3/29/2012

WTF

Þeir segja að jafnrétti séð næstum náð. Skilja ekki hvað við erum að væla, a.m.k. megum við kjósa og þurfum ekki að ganga í búrku (jess). Þeir segja að feminísmi sé óþarfur og að þetta sé að verða jafnt, kannski meira að segja aðeins í hina áttina. Þeir segja að femínistar taki hlutina of alvarlega ... séu jafnvel öfgafemínistar. Hvað er öfgakennt við það að benda á staðreyndir? Kallast það ekki raunsæi?

Mér barst til eyrna um daginn tónlist frá FM957 ... vanalega hlusta ég ekki á þá stöð af ýmsum ástæðum en slys gerast. Ég varð fyrir því áfalli að hlusta á Niggas in Paris með Kanye og Jay Z. Þvílík kvenfyrirlitning! Ég fór þá að velta fyrir mér hversu mörg af þeim lögum sem spiluð eru mikið á vinsælustu útvarpsstöðvum og sjónvarpsstöðvum heims fjalli um konur sem hunda, göt, tíkur, eignir, píkur, hórur eða hóti þeim ofbeldi. Niðurstaðan er viðbjóðsleg. Ég gúgglaði bara nokkur af þeim lögum sem hafa verið vinsæl sl. misseri og þetta er bara brotabrot af þeim hafsjó af lögum sem til eru sem fjalla um einmitt þetta.

Ég veit að þetta hefur verið rætt mikið áður og ég veit að þetta er svolítið eins og að hneykslast íslenskum vetri en það eru bara svo margir sem hlusta á þessa tónlist og syngja með og gera sér ekki grein fyrir því hvað þeir eru að syngja, eða gera sér grein fyrir, sjá fyrir sér einhverja heita tík og setja hana ekki í samhengi við mömmu sína, systur sína, vinkonur eða aðrar konur sem þeir elska og virða í lífinu sínu.

Hér fyrir neðan eru nokkur brot, endilega kynnið ykkur þau en ég vara ykkur við, þetta er viðbjóður!

Childish Gambino - Freaks and Geeks
,,An elephant never forgets,
so my dick remembers everything.
Green inside your wallet is that pussy open sesame.
....
And my clique make that dinero so it's time to meet the Fockers
I am running this bitch.
You are just a dog walker."

Kanye ft. Jay Z - Niggas in Paris
She said ,,ye can we get married at the mall?"
I said ,,look you need to crawl 'fore your ball,
come and meet me in the bathroom stall,
and show me why you deserve to have it all."

I got that hot bitch in my home
You know how many hot bitches I own.

David Guetta ft. Akon - Sexy bitch
She's nothing like a girl you've ever seen before.
Nothing you can compare to your neighbourhood hoe.
I'm tryna find the words to describe this girl without being disrespectful.

Taio Cruz - Troublemaker
I saw when you arrived.
Looking like a super model.
Your ass from the side looks like a coke bottle.
I love the way you ride.
Put that thing on full throttle.
So get get get get up on the saddle.

Chris Brown, Lil Wayne ft. Busta Rhymes - Look at me now
Better cuff your chick if you with her, I can get her
And she accidentally slip and fall on my dick.
Ooops I said on my dick,
I ain't really mean to say on my dick
But since we talking about my dick
All of you haters say hi to it.

Eminem - Kill you
Bitch I'ma kill you! You don't wanna fuck with me.
Girls neither - you ain't nuttin but a slut to me.
Bitch I'ma kill you! You ain't got the balls to beef.
We ain't gon' never stop beefin.
I don't squash the beef.
You better kill me!
....
I said you don't wanna fuck with Shady!
Cause Shady will fuckin kill you (ah haha)
I said you don't wanna fuck with Shady!
Cause Shady will fuckin kill you (ah haha)

Ímyndið ykkur nú að þessi ''lög'' séu um mömmu ykkar, systur, dóttur, ömmu eða frænku? Ekki svo skemmtilegir og ''grípandi'' textar lengur.

Segiði svo að baráttunni sé lokið! Þetta er í bandarískum tónlistariðnaði, getiði ímyndað ykkur þau mótandi áhrif sem þessi iðnaður hefur á fólk?

Ugh ... komin með nóg af þessu í bili. Ætla ekki að vera alveg full af viðbjóð áður en ég fer að sofa.

3/11/2012

Sumir dagar...

...eru bara aktífari en aðrir.

Það var einn fagran sunnudagsmorgun sem ég vaknaði með blik í auga og bros á vör (blikið reyndist vera glæra og brosið var frosið fast í slefi). Mig langaði til þess að prófa mig áfram í þynnkueldamennsku (já það er list!). Afraksturinn má sjá hér að neðan.

Beikonvafin egg með mozzarella og piparosti. Kryddað með basil og pipar. Bellissimo. Uppskrift hér.


Bláberjamúffur með bláberjarjóma og ísköldu mjólkurglasi. Slurp. Uppskrift hér.


Dagurinn var svo toppaður með suddalega góðum kjötbollurétt. Uppskrift hér.


Sumir dagar eru bara betri en aðrir. Ég er farin að kunna að meta sunnudaga. Laugardagurinn var líka góður, honum var eitt í allskyns ráp og þef af gömlum bókum (mmm gamlar bækur). Það kennir alltaf ýmissa grasa í Kolaportinu og ég kann alltaf að meta það. Það er bara einhver andi þarna sem mér þykir vænt um. 








Vonandi áttuð þið góða helgi. Minni var eytt í eitt stk. árshátíð og kósí þunnildi með morgunmatnum hér að ofan og heimagerðri pizzu.

Það er sko tekið út með sældinni að vera fullorðin ... yub. Lífið er gott.

Þangað til næst.

3/07/2012

I'm as mad as hell!

Jebb. Ég horfði á myndbandið. Í gær vissi ég ekki hver hann var. Í dag hata ég hann. Þannig virkar lífið með internetinu. Eitthvað sem þú vissir ekki af í gær er orðið að hitamáli í dag.

Eftir að hafa horft á myndbandið 'Kony 2012' ákvað ég að svipast aðeins um á internetinu eftir umræðum um þetta tiltekna myndband.

Barnahermaður er því miður alls ekki nýtt fyrirbæri. Ég skrifað um barnahermenn í BA ritgerð minni hér og hef því kynnt mér málefni barnahermanna ansi vel. Þetta er eitthvað sem að mínu mati hefur ekki fengið næga athygli í fjölmiðlum vestanhafs og því að vissu leyti gott að vakin sé athygli á þessu en svo þegar maður fer að lesa sér meira til er ansi margt gruggugt við samtökin Invisible Children, fjármálin eru ekki 100% opin og skora samtökin lágt á lista fyrir gagnsæi NPO, einungis 31% af innkomu þeirra árið 2011 fór í hjálparstörf og því var síðan enn frekar dreift til Úgönsku ríkisstjórnarinnar, hversu mikið af þessu fer til barnanna í raun og veru?

Hugmyndin er frábær sem slík, það er alltaf gott að vekja til vitundar að stríðsglæpamenn nota börn sem hermenn og kynlífsþræla. En ég held að fólkið sem liggur að baki herferðarinnar sjái ekki alveg pólitísku hliðina. Það að bandarískir hermenn sé fengnir til að styðja við bakið á Úganska hernum þangað til að Kony hefur verið handsamaður lýsir því ágætlega. Þetta bendir til þess að fólkið sem stendur á bakvið herferðina sé hlynnt afskiptasemi Bandaríkjanna og gleymi á sama tíma að vera gagnrýnið á Úgönsku ríkisstjórnina og her hennar, en þau eru á engan hátt góðu gæjarnir í þessum aðstæðum. Úganska ríkisstjórnin er leidd af Yowery Museveni sem hefur verið forseti síðan 1986. Þessi ríkisstjórn hefur stutt það að pynta fanga, kúga aðra stjórnmálaflokka og fjölmiðla. Í borgarastyrjöldinni notaði Yoweri Museveni barnahermenn í her sínum NRA (National Resistance Army) sem nú er her Úganda nema undir öðru nafni. Heimildir um þetta má finna hér. Úganski herinn hefur einnig verið að nota 'draugahermenn' (e. ghost soldiers) sem eru hermenn sem ekki eru á launaskrá, til þess að koma peningum undan sem gerir stríðið auðvitað enn arðbærara fyrir þá. Það er kannski langsótt, en ég er það svartsýn að mér finnst það ekki.

Það fer ekkert á milli mála að stríðsrekstur er arðbær fyrir suma aðila, sérstaklega fyrir stór hagkerfi eins og Bandaríkin og Bretland. Það má velta því fyrir sér hvort að Bandaríkin hafi ekki selt Úganska hernum viðbjóðslega mikið af vopnum.

Hér eru allskyns svör og spurningar um átökin í Úganda og LRA.

Þetta eru bara nokkrir punktar varðandi þessa herferð en mér finnst þeir samt sem áður nógu stórir og alvarlegir til þess að hægt sé að efast um þessa herferð og fólkið á bakvið hana. Sérstaklega hvað varðar stuðninginn við Úganska herinn. Kony er langt frá því að vera eini stríðsglæpamaðurinn.

Hér eru nokkrar heimildir sem ég studdist við auk linkanna sem nú þegar hafa verið birtir:

Michael Kirkpatrick hefur búið í Úganda

Síða sem útlistar fjármál góðgerðarsamtaka

Óstaðfest saga manns frá Norður Úganda

Þetta er falleg hugsun og mér finnst í alvörunni magnað að sjá hvað internetið getur gert. Auðvitað dregur þetta ekki úr því að það er virkileg þörf á því að allir taki sig saman og reyni að skapa betri heim. Ég er öll fyrir hugsjónir og háleita drauma en maður má ekki gleyma því að vera gagnrýninn, það er það helsta sem ég tek úr mínu námi í mannfræði og það helsta sem ég lærði þegar ég var að skrifa BA ritgerðina mína. Ekkert er eins og það sýnist.

Ég vildi samt óska þess að allir tækju sig í alvöru saman, þetta mál sýnir okkur það að við erum fær í allt ef við erum bara samtaka, hverjum er ekki sama um vinstri og hægri, samfylkinguna eða sjálfstæðisflokkinn þegar það eru töluvert stærri og mikilvægari hlutir til að nota (ekki eyða) púðrinu sínu í!

Þetta er eins og Rocky vinur minn sagði.


Finnst ég algjör kúkalabbi að benda svona á þetta, því að þetta er góður málstaður í alvörunni. Þetta er bara svo fjandi mikil pólitík.

Þetta hérna finnst mér asskoti hvetjandi.