Síður

3/29/2012

WTF

Þeir segja að jafnrétti séð næstum náð. Skilja ekki hvað við erum að væla, a.m.k. megum við kjósa og þurfum ekki að ganga í búrku (jess). Þeir segja að feminísmi sé óþarfur og að þetta sé að verða jafnt, kannski meira að segja aðeins í hina áttina. Þeir segja að femínistar taki hlutina of alvarlega ... séu jafnvel öfgafemínistar. Hvað er öfgakennt við það að benda á staðreyndir? Kallast það ekki raunsæi?

Mér barst til eyrna um daginn tónlist frá FM957 ... vanalega hlusta ég ekki á þá stöð af ýmsum ástæðum en slys gerast. Ég varð fyrir því áfalli að hlusta á Niggas in Paris með Kanye og Jay Z. Þvílík kvenfyrirlitning! Ég fór þá að velta fyrir mér hversu mörg af þeim lögum sem spiluð eru mikið á vinsælustu útvarpsstöðvum og sjónvarpsstöðvum heims fjalli um konur sem hunda, göt, tíkur, eignir, píkur, hórur eða hóti þeim ofbeldi. Niðurstaðan er viðbjóðsleg. Ég gúgglaði bara nokkur af þeim lögum sem hafa verið vinsæl sl. misseri og þetta er bara brotabrot af þeim hafsjó af lögum sem til eru sem fjalla um einmitt þetta.

Ég veit að þetta hefur verið rætt mikið áður og ég veit að þetta er svolítið eins og að hneykslast íslenskum vetri en það eru bara svo margir sem hlusta á þessa tónlist og syngja með og gera sér ekki grein fyrir því hvað þeir eru að syngja, eða gera sér grein fyrir, sjá fyrir sér einhverja heita tík og setja hana ekki í samhengi við mömmu sína, systur sína, vinkonur eða aðrar konur sem þeir elska og virða í lífinu sínu.

Hér fyrir neðan eru nokkur brot, endilega kynnið ykkur þau en ég vara ykkur við, þetta er viðbjóður!

Childish Gambino - Freaks and Geeks
,,An elephant never forgets,
so my dick remembers everything.
Green inside your wallet is that pussy open sesame.
....
And my clique make that dinero so it's time to meet the Fockers
I am running this bitch.
You are just a dog walker."

Kanye ft. Jay Z - Niggas in Paris
She said ,,ye can we get married at the mall?"
I said ,,look you need to crawl 'fore your ball,
come and meet me in the bathroom stall,
and show me why you deserve to have it all."

I got that hot bitch in my home
You know how many hot bitches I own.

David Guetta ft. Akon - Sexy bitch
She's nothing like a girl you've ever seen before.
Nothing you can compare to your neighbourhood hoe.
I'm tryna find the words to describe this girl without being disrespectful.

Taio Cruz - Troublemaker
I saw when you arrived.
Looking like a super model.
Your ass from the side looks like a coke bottle.
I love the way you ride.
Put that thing on full throttle.
So get get get get up on the saddle.

Chris Brown, Lil Wayne ft. Busta Rhymes - Look at me now
Better cuff your chick if you with her, I can get her
And she accidentally slip and fall on my dick.
Ooops I said on my dick,
I ain't really mean to say on my dick
But since we talking about my dick
All of you haters say hi to it.

Eminem - Kill you
Bitch I'ma kill you! You don't wanna fuck with me.
Girls neither - you ain't nuttin but a slut to me.
Bitch I'ma kill you! You ain't got the balls to beef.
We ain't gon' never stop beefin.
I don't squash the beef.
You better kill me!
....
I said you don't wanna fuck with Shady!
Cause Shady will fuckin kill you (ah haha)
I said you don't wanna fuck with Shady!
Cause Shady will fuckin kill you (ah haha)

Ímyndið ykkur nú að þessi ''lög'' séu um mömmu ykkar, systur, dóttur, ömmu eða frænku? Ekki svo skemmtilegir og ''grípandi'' textar lengur.

Segiði svo að baráttunni sé lokið! Þetta er í bandarískum tónlistariðnaði, getiði ímyndað ykkur þau mótandi áhrif sem þessi iðnaður hefur á fólk?

Ugh ... komin með nóg af þessu í bili. Ætla ekki að vera alveg full af viðbjóð áður en ég fer að sofa.

1 comment:

Anonymous said...

Heillandi.

Ég þoli heldur ekki hvað karlmenn, jafnt sem konur, nota orðið 'femínisti' á neikvæðan hátt oft. Einsog það að vera femínisti feli í sér að vilja ýta konum á toppinn svo að við getum ráðið yfir heiminum og tekið yfir öllu. Og að við eigum bara að vera ánægðar með það sem við höfum núþegar - við höfum það bara gott. Það er einmitt, einsog þú bendir á, þessi vanvirðing gagnvart konum sem er það sem femínistar vilja breyta; það er umræðan í samfélaginu sem gerir það að verkum að ójafnrétti ríkir enn milli kynjanna, því umræðan læðir sér inní hugann á nýjum (og gömlum) kynslóðum.

Góð færsla kvennsa!

Antonía