En svo heppilega vill til fyrir ykkur að ég er komin yfir það að spá hvort viðfangsefnið sé spennandi eða ekki, enter at your own risk, í flestum tilfellum er þetta bara ég að tala um sjálfa mig!
En nei nei, ég er með fullt af skemmtilegum hugmyndum í pokahorninu og mig vantaði einhversstaðar að fá útrás fyrir það, mundi svo eftir því að ég ætti blogg og bara why not!?
En málin standa sem sagt þannig að ég er með markmiðalista, svokallaðan lista til að hjálpa mér að muna allt það sem mig langar að gera, misskemmtilegt og stundum eru hugmyndirnar háleitari og skemmtilegri en markmiðið sjálft og þá má alveg breyta, það er allt í lagi.
En sumsé, ég þarf að klára þennan lista fyrir miðbik desembers 2014 og það er bara ekkert svo langt í það, ekki miðað við að ég byrjaði í mars 2012 og mér finnst það hafa verið í gær. Ég á ennþá eftir tæp 50 % af listanum og því af nógu að taka. Mér datt í hug að bloggið gæti verið góð leið til að ýta mér áfram!
Hér koma þau markmið sem ég þarf að klára
1. Búa til time lapse video
2. Fara til nuddara
3. Sjá 1 íslenskt leikrit (búin að sjá 2, markmiðið var 3)
4. Heimsækja 3 ný lönd/nýja staði (markmiðið var 6, búin með 3)
5. Baka 3 nýjar cupcake tegundir (markmiðið var 10, búin með 7)
6. Smakka 6 nýja kokteila (markmiðið var 15, búin með 9)
7. Lesa 3 bækur (markmiðið var 12, búin með 9)
8. Elda 20 nýjar uppskriftir (markmiðið var 100, búin með 80)
9. Senda flöskuskeyti
10. Fá mér annað tattoo
11. Rækta kryddjurtir
12. Fara ein í bíó (hljómar tussuerfitt)
13. Klára plankaáskorunina
14. Skipuleggja uppskriftirnar mínar
15. Ferðast um Ísland
16. Heimsækja Neskaupstað
17. Lesa Mannkynssöguna
18. Mynda landslag frá sama sjónarhorni yfir 4 mismunandi árstíðir
19. Fara í gegnum heila viku án þess að kaupa neitt
20. Ekki kvarta yfir neinu í viku
21. Finna 101 hlut sem gleður mig og mynda það
22. Fara í keilu með skemmtilegu fólki
23. Fara í gegnum heila viku án þess að nota Facebook
24. Gera 3 ljósmyndaverkefni úr ''bókinni''
25. Segja já við öllu í heila viku
25. Hætta að drekka gos í mánuð
Já þannig að þið sjáið, það verður nóg að gera hjá mér. Nú er komin pressa og þá er bara gogogo! Það er nú þegar komin dagsetning á sum af þessum markmiðum en fyrr en þau eru búin haldast þau þarna inni. Ég mun svo koma með regulegt update og myndir ef við á.
Ætla t.d. að byrja á því að finna 101 hlut sem gleður mig, so far er ég komin með 43, það er tussuerfitt!
Þangað til næst.
Magga Lú
5 comments:
Skemmtilegt! Ég ætla líka að gera svona lista :D
-eyrúne
Snilld, ég mæli með síðunni sem heldur utan um þetta fyrir mig, dayzeroproject, 101 markmið á 1001 degi :)
Ég er líka með að fara ein í bíó á to-do listanum mínum! Ef við gætum bara farið saman þá væri þetta ekkert mál!
En ég get komið með þér í bíó ásamt fleirum :) Held ég flokkist sem skemmtileg..
Takk fyrir þetta, hlakka til að gera lista :)
-eyrune
Post a Comment