Síður

2/11/2013

Rjómaterta

Helgin var ansi ljúf ... temmilega skipulögð og kósí sunnudagur. Í tilefni þess að pápi gamli var að verða árinu eldri ákvað ég að skella í eina rjómaslettu fyrir gamla, hans uppáhalds. 

Ég var ekki svo myndarleg að baka svambotnana sjálf, fylgdi uppskrift sem ég fann á mommur.is sem mér fannst mjög bragðgóð, ég er almennt ekkert sérstaklega mikið fyrir rjómatertur en þessi var alveg sérlega ljúffeng og einföld í þokkabót (þar sem enginn var baksturinn). 

Skellir blönduðum ávöxtum á neðri botninn ásamt dágóðri rjómaslettu, smyrð efri botninn með jarðaberjasultu að neðan og leggur ofan á. Skreytir með rjóma ofan á og súkkulaðispæni.... 






Mæli algjörlega með þessari. Kökudiskinn bjó ég til sjá, en þið getið lesið nánar um það hérna.

Annars hef ég verið hálfþreytt sl. daga, er að taka þátt í Lífshlaupinu og það tekur á að byrja að hreyfa sig eitthvað af viti, maður er tvímælalaust þreyttari svona fyrst til að byrja með, en það er svo ljúf þreyta. 

Framundan er eitthvað föndurverkefni ... ég á bara eftir að finna út hvað það getur verið ;)

Þangað til næst.
Rjómabollukveðjur.

No comments: