Síður

1/22/2012

Af stórum strákum og fínum stelpum

Ég hef aldeilis gleymt mér í lífinu sl. vikur. Áhuginn hefur bara ekki verið til staðar. En í ljósi nýliðins hneyksli finn ég mig knúna til að leggja mín lóð á vogarskálarnar. Gefa ykkur mín tvö sent ef þið viljið.

Semsagt, ef þú ert með píku þá máttu fá jarðaberjaís og ef þú fæddist með typpi þá færðu vanilluís. Ef þú girnist eitthvað annað en það sem otað er að þér og þínu kyni ertu skrítinn. Enn ein leiðin til að aðgreina kynin, eins og að kynfærin séu ekki andskotans nóg. 

Sumir (lesendur í kommentkerfi DV og fólk á Facebook) kunna að segja ,,þetta skiptir engu máli, þetta er bara ís" eða ,,oh yfir öllu er hægt að væla". 

Við þessu segi ég ,,jú, þetta skiptir máli og nei ég er ekki að væla". 

Afhverju? 

Jú sjáðu til, í gegnum tíðina hafa verið gerðar ótal rannsóknir á því hvernig menningin steypir einstaklinga í ákveðin mót, hver menning hefur sína hugmynd um það hvernig stelpa á að vera og hvernig strákur á að vera. Þetta gefur litlum áhrifagjörnum einstaklingum ákveðna hugmynd um hvað er eðlilegt og hvað sé það ekki. Crystal Smith birti rannsókn sína á kynbundinni markaðsetningu í fyrra. Hún bjó til svokölluð orðaský yfir þau orð sem birtast oftast í auglýsingum sem beinast sérstaklega að stelpum og strákum. Orðin voru tekin úr auglýsingum á vegum Hot Wheels, Matchbox, Transformers, Beyblades, Bratz, Barbie, Easy Bake Oven, My Little Pony og Littlest Pet Shop. Efri myndin sýnir orðin sem beindust að strákunum og neðri myndin sýnir orðin sem beindust að stelpunum.



Það er hægt að halda því fram að fyrirtæki auglýsi bara það sem virki og að þetta sé það sem börnin raunverulega vilja en bleikir glimmerhestar eru ekki kóðaðir í X litning og bláar byssur í Y litningin. Þetta er skapað í menningunni. Bregðast börnin við auglýsingum vegna þess að það er í blóðinu þeirra eða vegna þess að þeim er kennt það frá blautu barnsbeini að kynin eiga að vera svona og hinsegin. Strákar borða blátt og stelpur borða bleikt. Það er eðlilegt og ekkert annað. Emmess segir það. Ein af ástæðunum fyrir því að það er mikilvægt að berjast gegn þessum staðalímyndum er sú að það er ekki mikil umburðarlyndi fyrir þeim börnum sem ekki falla í þessa staðalímynd. Stelpur sem vilja leika sér með bíla og hamast og strákar sem vilja hugga dúkkur og leika sér með glimmerhesta eru ekki eðlilegar/ir. Þau eru strákastelpa og stelpustrákur. 

Að móta stelpur og stráka í bleikt og blátt er ein leið til þess að skapa afbrigðilegheit og það á ekki að líðast á 21. öldinni. Bara alls ekki á neinum öldum aldrei! 

Ef þið skoðið orðskýin nánar þá sjáiði ákveðið þema. Stelpur eru einhyrningar og regnbogar og strákar eru ofbeldi og völd. Sjáiði mynstur? Veltiði því svo fyrir ykkur af hverju eiginmaður ykkar getur ekki deilt tilfinningum sínum með ykkur. Kannski af því að hann var alinn upp til þess að sýna þær ekki, herða sig og halda áfram. 

Viðurkennið það. Ef strákur og stelpa detta á sama tíma, fá jafn slæm sár á hnéin. Þið hlaupið frekar til að aðstoða stelpuna. Því strákurinn þarf að herða sig. Það er hans hlutverk.

Hvað ef honum langaði bara til að fá einhvern til að hugga sig og ekki vera harður? Vera bara mjúkur og tilfinningaríkur. Þá er hann gay! Alveg klárlega. 

Nei ég er komin með andskotans nóg af þessu kjaftæði. Bleikur og blár ís er bara ein leið til þess að hefta ungdóminn. Við erum nú þegar með hillur í Hagkaup sem líta út fyrir að það hafi einhyrningur ælt á þær glimmeri og regnbogum fyrir stelpurnar og heilu rekkana af leiðum til að kenna strákum að drepa. Ísinn er bara brotabrot af öllu því ömurlega sem krökkum er boðið uppá í viðbjóðslegri markaðsetningu nú til dags.

Og þetta skiptir máli! Það að fá að vera sá sem maður vill vera skiptir máli. Það að fá að vera frjáls frá almenningsáliti og einelti skiptir máli. 

6 comments:

Gunna Lísa said...

Takk Margrét! takk, ég þurfti svo rosalega að lesa þetta.
Var að pirra mig á fólki sem hefur engan skilning eða dýpt (vegna skorts á þekkingu) á þessum málefnum.

Flott hjá þér :-)

Skabbi said...

Við þessu hef ég aðeins tvennt að segja.

Nýju My Little Pony þættirnir er awesome, og þú ert að gera of mikið mál út úr þessu.

Margret said...

Já það er líklega rétt hjá þér Skabbi. Sættum okkur frekar við þegar fyrirtæki nota vörur sínar til að mismuna og steypa í mót.

Eins og ég segi ísinn er bara brotabrot af því sem er að í hugsunarhætti okkar þegar kemur að staðalímyndum og kynjahugmyndum.

Ég held að það sé ekki hægt að gera of mikið mál úr því að fyrirtæki notfæri sér staðalímyndir til að selja vöruna sína. Það er ógeðslegt og ég sætti mig ekki við það.

Og svo ég endurtaki, þetta á ekki bara við um ísinn!

Skabbi said...

Útskýrðu fyrir mér hvernig það er verið að mismuna þér eða einhverjum öðrum með þessum ís?

Ég skal alveg gefa þér að það er margt sem má laga þegar það kemur að jafnrétti kynjana. En á tíma þar sem það er fullkomnlega eðlilegt fyrir stráka að klæðast bleiku þá er þetta ekki eitt af því.

Og ef að þér finnst virkilega ógeðslegt að sætta þig við að fyrirtæki notfæri sér staðalímyndir til að selja vöruna sína. á það líka við tískuíðnaðinn? Vekur það í þér viðbjóð að kaupa skó sem eru greinilega markaðssettir fyrir stelpur/konur? Að einhver skyldi dirfast gefa í skyn að konur, frammyfir menn, hafi gaman að kaupa sér föt?

Það er svo sem ekkert af staðalímynum, án þeirra væri ekki til síður eins og thinkgeek sem notast við staðalímyndir af nördum. Það er annað þegar fólki er refsað fyrir það að fara út fyrir þessar staðalímyndir. Mér er sama þótt upprunalega hafi MLP verið gert fyrir litlar stelpur, það þýðir ekki að ég geti ekki haft gaman af því ef ég vill(googlaðu bronies ef þú veist ekki hvað ég er að tala um).

Jújú, markaðssetningin sem þeir nota byggist á úreldum hugsunarhátt, sem hefur án efa verið sett fram sem saklaust grín. En það að æsa sig yfir því hvað eru stráka og stelpu litir er fljótt að verða úreldur hugsunarháttur líka því þetta eru bara litir, og börn meiga finnast hvaða litur sem er fallegastur.

En ef þú vilt gagnrýna eitthvað, einbeittu þér þá útskýra hvers vegna svona er óviðeigandi og hvernig við ættum að breyta hlutunum. Þannig fólk sem hefur ekki sömu skoðun og þú á hlutum hafi eitthvað til að hugsa um. Svona árásir á ís og fólkið sem ,,þetta skiptir engu máli, þetta er bara ís" hljómar bara eins og þú sért að setja þig á háan hest og aðeins fólk sem hefur sömu skoðun og þú til að byrja með mun hafa gaman af þessu (minnir að það kallast "circlejerk").

En svona í lokinn... ég er að fíla þessa fiska neðst á síðunni :P

Margret said...

Ég má eflaust vera minna árásagjörn í pistlum mínum.

En við erum sem sagt í meginatriðum sammála eins og svo oft Skabbi minn. Ég er að benda á að þetta sé úrsérgenginn hugsunarháttur og að það skiptir máli að gagnrýna svona markaðsetningu til þess að hún eigi sér ekki stað því það er mikilvægt að börn hugsi ekki um stelpu og strákaliti heldur einfaldlega liti. Og það er einmitt það sem ég og þú erum bæði að benda á. En það eru ekki allir sammála því og það er það sem ég er að gagnrýna :)

Ég taldi mig vera að benda á það hvers vegna þetta væri óviðeigandi með orðskýjunum. En það er stundum þannig þegar manni finnst eitthvað vera sjálfsagður hlutur þá áttar maður sig ekki á því að útskýra það frekar.

Fólk getur haft gaman af fólki sem setur sig á háan hest, þess vegna eru skoðanaskipti og deilur til á internetinu :)

Skabbi said...

Veit nú ekki alveg hvort það sé ástæðan fyrir skoðana skiptum á netinu :P En annars held ég að þú hafir rétt fyrir þér að við séum meira og minna sammála um aðalatriðin.