Síður

8/17/2012

Skipulagsfrík

Klukkan er 2:12 og ég er að fara að blogga um skipulag og kort. Hvenær hefur maður gengið of langt? Hvenær er maður offisjalí ekki lengur kúl?

Ég vil meina að skipulag sé grunnundirstaða lífsins. Að mínu mati gengur ekkert upp án skipulags og ef svo undarlega vill til að hlutirnir ganga upp án þess þá er það bara heppni! Nei ég segi svona ... ég er samt voðalega hrifin af skipulagi. Listum, post-it miðum, dagatölum, flokkum, miðum, kössum. Mér líður bara svo vel ef ég veit hvar hlutirnir mínir eru og ef ég veit að þeir eru í stafrófsröð!

Kvöldinu eyddi ég semsagt í smá hangs og svo var hafist handa við alvöru stuff um 10 leytið. Nefnilega kortagerð og kortaskipulag. Gengur ekki að vera með þetta bara útum allt og gengur ekki að vera að borga 500 kr fyrir eitt kort útúr búð.


Hérna er brotabrot af þeim kortum sem ég hef verið að dunda mér við að gera, ef ég ætti að giska þá myndi ég halda að kostnaðurinn væri svona 50 kr hámark fyrir hvert kort, en ég átti flest allt í þau


Byrjaði á því að klæða skókassa með gjafapappír og skreyta hann með dúlleríi 


Ofan í kassann setti ég svo milliblöð úr stífum pappa og flokkaði eftir tilefnum, þá var ekkert eftir nema að raða

Þetta blogg hefur kannski verið fullmikill innsýn í það hversu klikkuð ég get verið í frítíma mínum. Í versta falli skemmti ég ykkur þá!

Þangað til næst.

8/13/2012

Kertagerð og diy skartgripahengi

Ég á það stundum til að fá einhverja hugmynd að föndri seint á kvöldin. Í tilfellinu hér að neðan var það kertagerð kl. eitt eftir miðnætti. 
Í stað þess að henda hálfbrunnum kertum þá safna ég vaxinu þangað til ég er komin með nóg í annað kerti. Ég er svo kertaóð þannig að það tekur yfirleitt ekki langan tíma. Svo fer maður bara í næstu föndurbúð og kaupir kertaþráð. 

 Setur vaxið allt í einn pott og leggur þann pott yfir pott með sjóðandi vatni. 

 Safnar saman kertakrukkum og glösum og límir þráðinn í botninn með smá vaxi

Svona lítur þetta út eftir smástund

Þá er þessu hellt í glasið, það er gott að finna sér eitthvað til að halda þræðinum á réttum stað

Voilá, þú ert komin með ''frítt" kerti

Stóð í þessu til kl. 2 um nóttina en græddi líka 4 stór kerti fyrir vikið :) Svo er hægt að blanda saman litum og lyktum, allt eftir smekk. 

Þetta er svo föndur sem ég er búin að vera að pæla í aðeins lengur. Ég fékk í hendurnar forlátan, brotinn ramma frá RL vöruhús fyrir nokkru síðan og var lengi að pæla hvert hans hlutverk gæti verið. Ég blandaði smá málningu sem ég átti hérna heima og byrjaði á því að mála hann. Fyrst var ég að pæla í að hengja snæri inn í hann og hengja á það myndir en mér fannst það ekki koma nógu vel út. Svo eftir smá spekúleringar varð skartgripahengi fyrir valinu vegna þess að mig hreinlega vantaði einhvern stað til að hengja allt glingrið. 
Ímyndið ykkur nákvæmlega þennan nema með brotnu gleri 

Tók allt úr, málaði, klippti niður blúndu sem ég átti og hengdi hana í krókana sem eru aftan á flestum römmum, voilá ... hringarnir hanga svo fyrir ofan.

Já þetta er beisiklí það sem ég hef verið að gera í fríinu, ásamt þúst, einni Danmerkurferð og eitthvað ... :)

Vonandi eru ekki allir hættir að lesa.
Þangað til næst.