Druslugangan var haldin í fyrsta sinn í Reykjavík þann 23. júlí sl. og tókst ótrúlega vel. Boðskapurinn komst vel til skila og vel var mætt.
Það er ekki hægt að kíkja niður í miðbæ án þess að kíkja í Kolaportið, þannig er það nú bara.
Enn ein yndisleg helgi liðin ... djö er ég farin að kvíða því að fara ekki í skóla, ég á heima í skóla, þar uni ég mér best. Ef ég bara vissi hvað ég vildi læra þá væri allt miklu auðveldara. Auk þess sem mig langar til að ferðast áður en ég fer í master og til þess þarf ég pening og til þess þarf ég 100% vinnu. Skemmtileg hringrás. Held að ég hljóti nú að venjast því fljótt að vera á vinnumarkaðnum. Er það ekki alveg jafn gaman og að vera í skóla? Plís?
No comments:
Post a Comment