Síður

10/31/2011

Gamalt verður nýtt

Jæja, er ekki kominn tími á að sýna smá lit. Ég er ansi dugleg við að halda mér bissí og finn því fáar afsakanir fyrir því að fara í tölvuna. En myndirnar hér að neðan gefa ágæta mynd af því sem ég hef verið að dunda mér við. Gera upp gömul húsgögn. Þetta eru stólar sem við fengum gefins og ég ákvað að betrumbæta þá. 


Setti bara nýtt áklæði á þessa og þeir urðu eins og nýjir. Málaði einnig elshúsborðið sem þeir ganga við, hvítt.



Þetta eru stólar sem María og Kári voru svo yndisleg að gefa okkur, ég pældi mikið í því hvað ég gæti gert fyrir þá. Ég málaði borðstofuborðið sem þeir ganga við svart og ákvað því að halda því þema.


Keypti efni í Ikea á 1000 kr og málningu á 2000 kr.


Á síðustu myndinni sést smá í borðstofuborðið sem ég málaði og leðurstól sem ég keypti í Ikea og málaði grindina svarta. 

Ég hef vægast sagt mjög gaman af því að gera upp gömul húsgögn, svo gaman að sjá gamla hluti lifna við. Engin ástæða að henda gömlum húsgögnum, það er alltaf einhver sem álítur að gamla ruslið þitt sé gull. 

Þetta er nóg í bili. Ég ætla svo að vera duglegri að sýna ykkur hvað ég er að föndra við og dunda. Takk fyrir innlitin!

Þangað til næst.

2 comments:

Anonymous said...

Ooooh elska svona. Keypti mér 'bókahillu' (nota orðið lauslega hér þar sem þetta er voða ótýpiskt specimen af bókahillu) um daginn á slikk og málaði hvíta. Er voða sátt með það : ) Væri alveg til í að gera eitthvað svona mynstur eða eitthvað, en er ekki nógu fær málari, haha x)

knúsknús
Antonía

0markaria0 said...

Vá! Stólarnir eru rosalega vel heppnaðir! Þeir eru æði :D Hefði aldrei trúað því að þetta séu gömlu ljótu stólarnir okkar!