Þeir eru ófáir hlutirnir sem mér hafa hlotnast með því að gramsa í kössum, skápum, hillum og geymslum, suður með sjó. Meðal þeirra eru ýmsar myndasögur, gamlar Garfield bækur, Mad, Hägar the Horrible og minna þekktar myndasögur eins og Ala Kazot eftir Johnny Hart. Þær eru ekkert nema samfélagsleg ádeila og minna mann á að hlutirnir virðast alltaf vera eins, það bara taka nýjar kynslóðir við hverju hlutverki fyrir sig. Hér fyrir neðan er mynd af einum brandaranum, þarna stendur:
,,We caught this nut streaking through the market place!"
,,For a few brief moments it takes peoples minds of high prices, rationing corrupt government and social decay."
,,Shall I lock him up?"
,,Just his clothes."
Þetta er ekkert voðalega fyndið, ég er ekki að segja það.
Annar brandari er svona:
,,...And so fellow peasants.." - Kóngurinn
,,Notice how smug he is ... not a worry in the world" - Lýður I
,,I remember when he was a nervous wreck." - Lýður II
,,That was before he got the price of eggs up to where it's safe for him to make a speech." - Lýður III
Þessi fannst mér fyndnari (en samt ekkert sérlega fyndinn).
Það sem mér finnst svo magnað við þetta er það að þetta var skrifað 1974 og þetta á jafn vel við núna og þá. Það breytist aldrei neitt, það koma bara nýjir í hvert hlutverk fyrir sig. Lýðurinn verður alltaf lýður og þeir sem ráða munu alltaf fara illa með einhverja.
Ég vildi samt óska að neytendur væru meira meðvitaðir um það sem þeir kaupa. Ég er ekki að segja að ég sem neytandi kaupi aldrei neitt sem litlar hendur hafa búið til eða þar sem einhver einstaklingur var misnotaður við að framleiða. Ég hef einfaldlega ekki haft tíma til þess að leggjast í þá rannsóknarvinnu sem að það myndi krefjast.
En nú vitum við að stórfyrirtæki eins og Nike, Coca Cola, Apple, Adidas hafa verið gripin við að misnota starfsfólk sitt, borga því lítið fyrir að vinna óeðlilega mikið og oft við lífshættulegar aðstæður. Samt stoppar það okkur ekki. Við vitum að dýrum er oft slátrað á ómannúðlegan hátt og við vitum að litlar sætar kanínur eru notaðar til að prófa snyrtivörur sem við notum. Þetta finnst okkur ógeðslegt og værum ekki tilbúin til að gera þetta sjálf en af því að það er búið að þessu þegar við fáum vöruna svona settlega í hendurnar þá er það allt í lagi, þá friðum við samviskuna með að henda klinki (samt yfirleitt bara silfri) í Amnesty International eða ABC barnahjálp baukana.
Við búum öll saman á þessari jörð og eigum öll að hafa sömu tækifærin og sömu réttindin til heilbrigðs og hamingjuríks lífs. Við teljum okkur trú um að það sé ekkert sem við getum gert, svona þurfi þetta bara að vera og við upplifum okkur vanmáttug. Skiljanlega, en það er hellingur sem maður getur gert til þess að gera heiminn að betri stað.
Það er hægt að vera meðvitaður neytandi og viljandi sneiða framhjá vörum og fyrirtækjum sem við vitum að koma illa fram við starfsfólk sitt (ég sagði ekki að það yrði auðvelt). Það er hægt að sauma sín eigin föt, kaupa frekar tréleikföng sem smíðuð eru af hinum ýmsu handverksmönnum.
Hvað er sanngjarnt við það að litlar hendur þræli fyrir leikfangi í Kína sem litlar hendur leika sér síðan með hér á Íslandi? Sömu líffæri, sömu þarfir og þrár, en aðeins eitt barnið fær að vera barn. Af því að það fæddist á Íslandi. Við þessu er hægt að sporna, máttur fjöldans er okkar sterkasta vopn, ef við erum ekki ánægð með heiminn í kringum okkur og okkar nánasta umhverfi þá er hægt að breyta því! Þú getur byrjað á sjálfri/sjálfum þér og vonað að aðrir fylgi. Ef ekki, þá veistu samt að þú gerðir allt sem þú gast til þess að einhver manneskja út í heimi þyrfti ekki að þjást og líða illa svo þú gætir átt merkjavöru eða flott leikföng eða gott svitasprey.
Ég er bara að segja ... ég nenni ekki að vera vanmáttug lengur.
Yir og út.
- Margrét
1 comment:
Kommúnista áróður!!
En svona alvöru talað þá er ég að mestu leiti sammála þér. En eins leiðinlega og það hljómar þá eru þessi fyrirtæki oft að borga betur og bjóða upp á betri vinnu aðstæður en innlend fyrirtæki í landinu. Og með að börn eru að vinna í svitabúðum, þá er valið þeirra stundum á milli þess að vinna eða einfaldlega að svelta á götunni.
Sjálfur myndi ég vilja sjá þá þróun að fyrirtæki fari alltaf að borga starfsmönnunum sínum betur og betur og bjóða upp á betri og betri vinnu aðstæður. Þannig þegar þessi börn verða fullorðin og eignast börn sjálf þá geti þau haft þann lúxus að senda börnin sín í skóla í staðinn fyrir að biðja þau um að vinna svo fjölskyldan svelti ekki.
Post a Comment