Uppskrift
1 egg
3 dl sykur
5 dl hveiti
1 tsk salt
1/2 tsk matarsódi
2-3 maukaðir bananar
Súkkulaðispænir (valkvæmt)
Aðferð
1. Hræra saman egg og sykur
2. Mauka banana og setja útí eggjablönduna
3. Hræra saman þurrefnin og hella útí eggjablönduna í 3 skömmtum, hræra á milli
4. Hræra súkkulaðispænin út í
5. Baka í 45-55 mínútur við 200°C, mín reynsla er sú að það gæti tekið allt að 60-70 mín að bakast, ætli það fari ekki eftir fati hvers og eins, best er að þreifa sig bara áfram með pinna
Njótið dagsins í gluggaveðrinu.
Súkkulaðikveðjur.
No comments:
Post a Comment