Síður

2/17/2013

Bananabrauð með súkkulaði

Ákvað að skella í bananabrauð í morgun. Uppskriftin sem ég hef verið að nota er mjög einföld og það er hægt að flikka upp á hana með ýmsum hráefnum, súkkulaðispæni, hnetusmjöri, rúsínum, bláberjum... það sem hentar og gleður hvern og einn. Að þessu sinni valdi ég súkkulaði af því að ... well, súkkulaði!

Uppskrift
1 egg
3 dl sykur
5 dl hveiti
1 tsk salt
1/2 tsk matarsódi
2-3 maukaðir bananar
Súkkulaðispænir (valkvæmt)

Aðferð
1. Hræra saman egg og sykur
2. Mauka banana og setja útí eggjablönduna
3. Hræra saman þurrefnin og hella útí eggjablönduna í 3 skömmtum, hræra á milli
4. Hræra súkkulaðispænin út í
5. Baka í 45-55 mínútur við 200°C, mín reynsla er sú að það gæti tekið allt að 60-70 mín að bakast, ætli það fari ekki eftir fati hvers og eins, best er að þreifa sig bara áfram með pinna







Svo er bara að borða með bestu lyst. Í þetta skiptið notaði ég nutella og smjör, en ''brauðið'' sjálft er það gott að það er hægt að borða það eitt og sér ... mmm, algjört sunnudags.

Njótið dagsins í gluggaveðrinu.
Súkkulaðikveðjur.

No comments: