Síður

5/08/2012

Bananamúffur með kanilostakremi og dýrindis smoothie

Þetta verður titillinn á ævisögu minni.

Annars langaði mig bara til að droppa við til að deila með ykkur undursamlegri uppskrift. Góðum uppskriftum verður að deila, þær mega ekki gleymast í þeim hafsjó af uppskriftum sem til eru. Ef ykkur finnst þessar hérna líta vel út þá ættuði að prófa (og jafnvel ef ykkur finnst þær líta hörmulega út þá ættuði samt að prófa!).

Innihald:
160 g hveiti (2 1/4 bolli)
3/4 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 1/2 bolli stappaðir og vel þroskaðir bananar (ca. 3-4)
1/4 mjólk (í uppskrift stendur buttermilk en ég notaðist við venjulega léttmjólk með 1 tsk af sítrónudropum útí, það virkar sem ágætis staðgengill)
1 tsk vanilludropar
227 g ósaltað smjör (1 bolli)
1 1/3 bolli sykur
2 stór egg
1/2 tsk malaður kanill
1 1/2 tsk dökkt romm (Captain Morgan t.d., má sleppa)

Krem:
1 bolli rjómaostur
227 g ósaltað smjör
5-6 bollar flórsykur (notaði bara 4, fer eftir hvað maður vill hafa þetta sætt)
1/4 tsk salt
1 tsk malaður kanill
1 tsk vanilludropar

Aðferð:
1. Byrja á því að hita ofninn í 177°C og gera bollakökumót tilbúin
2. Í stórri skál skal sigta saman öll þurrefni ásamt kanil og setja svo til hliðar
3. Í annarri skál skal sameina stappaða banana, mjólk, vanilludropa og romm og setja svo til hliðar
4. Í hrærivél skal hræra saman smjör og sykur þangað til að það er orðið létt og ljóst, bætið við eggi, einu í einu og blanda vel á milli eggja
5. Þegar eggin hafa blandast vel skal byrja að bæta þurrefnum og bananablöndu út í sitt á hvað í 3 atrennum, 1/3 í hvert skipti. Endurtaka þangað til allt er orðið vel blandað.
6. Setja skal deig í bollakökumót, fylla skal hvert mót 3/4.
7. Bakið í 18-20 mínútur og kælið í 5 mínútur áður en þær eru teknar af plötunni, leyfið þeim svo að kólna alveg áður en kremið er sett á.
8. Á meðan bollakökurnar eru að bakast er hægt að undirbúa kremið. Hrærið saman rjómaost og smjör þangað til að það er orðið mjúkt, bætið flórsykri við, einum bolla í einu þangað til að ykkur finnst bragðið nógu gott.
9. Bætið síðan salti, vanillu og kanil út í.
10. Þegar bollakökurnar hafa kólnað alveg skal hefjast handa við að setja kremið á þær.

Njótið vel með ísköldu glasi af mjólk.

Ég er orðin algjör smoothies fíkill, þessi hérna er frekar einfaldur.

1 banani
5-7 jarðaber
1/2 bolli bláber
3-4 mangóbitar
Superberries safi frá Berry Company (ca. 200 ml)



Ég er eiginlega orðin svöng eftir allt þetta matartal ... farin að sofa áður en maður gerir einhvern óskunda.

Þangað til næst.

1 comment:

0markaria0 said...

Ómæ.. ég slefa..