Ég ætla að deila með ykkur 2 sem ég hef prófað, finnst gott að grípa í þær þegar ég er ekki alveg viss hvað skal fá mér gott með kaffinu um helgar.
Bláberjahafrakanilmúffur (eða eitthvað álíka þjált) ca. 12 stk
1. Hræra saman 1 1/2 bolla af hveiti, 1/2 af bolla hrásykri, 1/2 bolla af höfrum, 1 tsk salt, 2 tsk af vínsteinslyftidufti, klípu af kanil og bæti svo út í 3/4 bolla soya/möndlumjólk, 1/4 bolla olíu og 1 bolla af bláberjum (fersk eða frosin)
2. Hrært saman, sett í form og bakað við 190°C í 25-30 mínútur. Rosalega mjúkar og góðar.
Bananakanilhaframúffur (jebb, elska kanil) ca. 12 stk
1. Blanda saman 1 bolla af heilhveiti, 1/2 bolla af höfrum, 1 tsk vínsteinslyftidufti, 1 tsk matarsóda, 1/2 tsk salt og klípu af kanil
2. Hræra svo saman í annarri skál, 1/2 bolla af púðursykri og 1/2 bolla af olíu, bæta síðan 2-3 stöppuðum bönunum við það
3. Hræra síðan hveitiblönduna út í bananablönduna og blanda vel, setja í form og baka við 190°C í 15 til 20 mínútur.
Hrikalega mjúkar og góðar.
Svo þið sjáið, það eru ekki bara baunir og fræ sem maður þarf að stöffa í smettið á sér, það er hægt að gæða sér á ljúffengum laugardagsbakstri bara litlum breytingum og ímyndunarafli.
Þangað til næst.
Múffukveðjur.