Ég skal alveg vera hreinskilin við ykkur. Ég missti smá von um helgina, ég var smá þunn og líkaminn kallaði á óhollustu. En ég lét ekki undan og það var ennþá betra en nokkur þynnkumatur. Í staðinn fór ég á stúfana og reyndi að fá innblástur, datt þá niður á æðislega síðu, www.heilsumamman.com, en hún er með ýmsar uppskriftir sem ýmist eru vegan eða hægt er að útfæra á vegan hátt. Ég fann uppskrift að indverskum grænmetisrétt og var sko ekki svikin. Hrikalega einfaldur og rosalega bragðgóður, þessi verður klárlega notaður oftar.
Mín úfærsla var eftirfarandi:
1/2 blómkál
1 laukur
2 tómatar
1 paprika
1 msk kókosolía
1 1/2 msk curry paste (meira ef þú vilt bragðmikið)
1 msk saxað engifer
Allskonar góð krydd, timian, pipar, paprikukrydd ofl
1 dós kókosmjólk
1. Hita kókosolíu á pönnu ásamt engifer og curry paste
2. Steikja lauk, hita hann vel og setja síðan restina af grænmetinu á pönnuna
3. Hella kókosmjólk útí ásamt kryddum og leyfa þessu að malla í smá tíma
Svo langaði mig svo hriiikalega í hvítlauksbrauð að ég steikti hvítlauk upp úr olífuolíu ásamt hvítlaukssalti og steikti svo brauð (vegan ofkors) upp úr því. Omnom!
Einstaklega einfaldur og bragðgóður réttur! 5 stjörnur af 5 mögulegum, víví, hope restored!
Þangað til næst.
Grænmetiskveðjur.
No comments:
Post a Comment