Síður

3/06/2014

Einveran

Mæli með þessar örstuttu 'heimildarmynd' um nokkra af þeim einstaklingum sem sóttu um að komast til Mars, aðra leiðina. Þetta er í senn áhugavert, sorglegt og grípandi. Ég hef hugsað um þetta, hvernig væri að fá að fara til Mars, hvernig væri að fá að vera partur af sögunni? Eflaust magnað en að sama skapi þá finnst mér það ekki vera neitt ef ég get ekki deilt reynslunni með fólkinu í kringum mig. Erum við eitthvað ef enginn heyrir í okkur? Erum við eitthvað ef enginn skynjar okkur, veit af okkur eða sér okkur? Erum við eitthvað ef við höfum engin áhrif? Þetta veltir upp spurningunni um félagsleg tengsl og mikilvægi þeirra, hvað erum við án þeirra?

Sumir einstaklingarnir í myndbandinu virtust ekki hafa sterk félagsleg tengsl eða mikið til að halda sér hérna, það útskýrir eflaust afstöðu þeirra en svo er þarna líka að því virðist hamingjusamur giftur faðir með tvö börn og det hele.

Þetta er beisiklí rosalega áhugaverð, krefjandi og mögnuð leið til að deyja. Því það er alveg á hreinu að þau munu ekki koma aftur.

Þetta myndband vakti allavega upp nokkrar pælingar, hafði svo sem pælt í þessu áður en magnað að sjá einstaklinganna, líf þeirra og brot af hugsunum.


Svo fór ég líka ein í bíó um daginn, það er næstum því eins (djók). 

Það var ekki eins vandræðalegt og ég hélt að það myndi vera og það vera helmingi leiðinlegra en ég hélt það yrði. Voða gott að geta þúst valið hvar maður situr og allt það en herregud hvað það var leiðinlegt að geta ekki melt myndina með neinum. Ég er greinilega meiri félagsvera en ég hélt, kannski er ég ekki svo mikill einbúi eftir allt.

Jú samt. Einvera er voða góð, bara þegar að það hentar mér sjáðu til. Ég væri alveg til í að þúst, fara til Mars og tjilla annað slagið, svo lengi sem ég get komið heim í millitíðinni og rætt það við mína nánustu.

Þá er það ákveðið, ég fer ekki til Mars.

Yfir og út.

2/23/2014

Í fullri einlægni

Ég held að það hafi verið hollt fyrir mig að opinbera þessi markmið mín. Finn að ég hef verið meira með hugann við þau að reyna að klára þau. 

Á sama tíma hef ég samt líka verið að velta svona markmiðasetningum fyrir mér. Á maður að setja sér markmið eða á maður bara að gera það sem manni fokking langar til? 

Ég hef svo sem ekki komist að neinni niðurstöðu en það hefur verið ágætt fyrir mig að hafa svona lista því það ýtir við mér. En ég er samt á því að sum markmiðin sem ég setti mér eru bara plain tilgangslaus og það er það sem ég ætla að ræða við ykkur.

Þetta með að taka myndir af 101 hlut sem gleður mig, kræst hvað þetta er tilgangslaust, tilgerðarlegt og eitthvað fleira sem byrjar á til. 

Það eru ekki hlutir sem gleðja mig. Það er fólk, aðstæður og ég sjálf. Það sem gleður mig og heldur mér hamingjusamri er ég sjálf og ég get alveg tekið 101 mynd af mér brosandi en ég veit ekki hversu lengi þið mynduð endast í því.

Það er fínt ef þetta virkar fyrir einhvern en ég komst að því að ég er nokkuð þróuð í þessum málum. Ég horfi í kringum mig og brosi af engri ástæðu, þakklát fyrir það að vera til, þakklát fyrir að búa við svona mikið öryggi og fyrst og fremst þakklát fyrir það sem ég hef áorkað og þann stað sem ég er á í lífinu. 

Því hef ég ákveðið að yfirgefa þetta fáránlega markmið og breyta því í að gerast reglulegur styrktaraðili Barnaspítala Hringsins, er það ekki annars í tísku?

Næst skulum við aðeins ræða þessa umræðu með að ''lifa í núinu'' (oj).

Þangað til næst.
Gleðilega nýja viku.

2/21/2014

Fokking föstudagur!




Ógla mikið góða helgi frá mér og Chaplin, þurfum svo aðeins að ræða þessi markmið þegar ég kem aftur...



2/20/2014

Dagur í lífi...

Fyrstu viðbrögð mín við þessum svokallaða ''drykkjuleik'' á Facebook


Og þegar ég sá að fólk ætlaði virkilega að halda þessu til streitu


Ooooog þegar ég sá að sumir eru farnir að taka umferð 2


Komið gott, gott fólk!

2/19/2014

14 af 101

8. Kósí rigingardagur. Mér finnst fátt betra en þegar veðrið er einmitt svona (eins og það er núna í bænum, óveður) og ég þarf ekki að gera neitt. Ég sef sjaldan betur og er sjaldan jafn róleg. Kveiki stundum á Rainy Mood og jazz tónlist bara til að róa mig. Hérna er búið að splæsa saman rigningarhljóðum og eðal jazz í endalausri 'loopu' þannig að gleðin tekur engan endi! 


9. Gamlar bækur. Ójá, ég er með sérstakt blæti fyrir gömlum bókum. Sú fyrsta var einmitt Odysseifskviða sem sést þarna í bakgrunn hún er rétt rúmlega 100 ára og sú nýjasta er Sögur og Kvæði eftir Einar Ben frá 1897. Það er eitthvað við kaffiblettina, lyktina og söguna sem heillar mig, hversu margir hafa átt þessar bækur? Hvar hafa þær verið og hverjir hafa handleikið þær? Tengir mig fortíðinni, ég er voða hrifin af henni. 


10-12. Kertaljós/góð lykt/vanillulykt. Já þetta er eiginlega allt í þrennu því góð lykt fyrir mér er vanillukertalykt. Þessi stjaki er líka dásemdin ein, hann snýst þegar kveikt er á kerti og mér er alveg sama þó að það hangi hreindýr á honum, hann skal fá að vera upp allan ársins hring!


13. Kósí teppi. Getur ekki átt kósí neitt án kósí teppis, end of discussion!


14. Lush. Af augljósri ástæðu fyrir mér, litríkt, vellyktandi og vegan. Birgi mig alltaf upp í úglöndum, kom eflaust síðast heim með ca. 15 kg af sápu. Worth it!


Ég er að skynja ákveðið þema í þessari færslu alveg óvart, kenni veðrinu um! En þetta gengur líka bara svona fantavel. Er semí búin að velja mér tattoo og hvar, þá er bara að finna hvenær og útfærsluna. Spennó!!

Þangað til næst.
Kósíkveðjur.


2/16/2014

7 af 101

Áfram með smjörið! Það saxast vel á þetta markmið mitt að mynda 101 hlut (breyttist reyndar í fólk og aðstæður en þúst ... whatever).

6. Blóm. Við hjónaleysin höfum nú ekki verið vön að halda neitt sérstaklega upp á 14. febrúar en á föstudaginn ákvað betri helmingurinn að gleðja mig með blómum og það var vel þegið (í þessum töluðu þurfti ég að slökkva á viðtali Gísla Marteins við Sigmund, það er ekki hægt að skrifa um eitthvað svona gleðilegt með eitthvað svona grátlegt og vandræðalegt í eyrunum). Ég hef alltaf haldið því fram að ég sé ekki mikil blómakona, mér finnst erfitt að sjá þau deyja og vil halda í gleðina og lyktina sem þeim fylgir að eilífu (ekkert needy neitt, nei nei) en þau glöddu mig mikið og hafa lifað alla helgina sem gleður mig ennþá meira!



7. Að koma öðrum til að hlæja. Jább, það gleður mig ósegjanlega mikið þegar að eitthvað sem ég geri eða segi fær aðra til að hlæja og líða vel, held að það sé bara akkúrat ekkert óeðlilegt við það. Í dag fórum við með þessa pjakka á Risatónleika Sveppa og Villa og þar var mikið hlegið (á milli þess sem það var beðið um mat en það er annað mál). 



Áttuð þið annars ekki góða helgi? Flott.

Þangað til næst.

2/13/2014

5 af 101

Eitt af því sem ég get alltaf treyst á að veita mér ómælda gleði í þessu lífi eru ský. Ekkert rosalega flókið ég veit, en þegar ég er að eiga slæman dag eða þarf einfaldlega smá 'pickmeup' þá lít ég upp og skoða skýin (svo framarlega sem það er ekki heiðskírt eða myrkur). Frá því að ég man eftir mér hafa ský haft þessi áhrif á mig, ég átti það til að liggja í móunum heima og bara hugsa. 

Ef þú ert eins og ég eða einfaldlega vilt staldra í þessu augnabliki með skýjum þá mæli ég með þessum brilliant TED fyrirlestri um ský og smá bloggi á meðan þú ert að því. 

Þetta er ein besta leiðin til að stoppa og upplifa augnablikið sem ég get ímyndað mér.


Og þá veit alheimurinn af skýjablætinu mínu, þá vitið þið allavega hvað ég er að gera næst þegar þið sjáið mig stopp á miðjum gatnamótum að stara upp í himininn! 

Þangað til næst.