6. Blóm. Við hjónaleysin höfum nú ekki verið vön að halda neitt sérstaklega upp á 14. febrúar en á föstudaginn ákvað betri helmingurinn að gleðja mig með blómum og það var vel þegið (í þessum töluðu þurfti ég að slökkva á viðtali Gísla Marteins við Sigmund, það er ekki hægt að skrifa um eitthvað svona gleðilegt með eitthvað svona grátlegt og vandræðalegt í eyrunum). Ég hef alltaf haldið því fram að ég sé ekki mikil blómakona, mér finnst erfitt að sjá þau deyja og vil halda í gleðina og lyktina sem þeim fylgir að eilífu (ekkert needy neitt, nei nei) en þau glöddu mig mikið og hafa lifað alla helgina sem gleður mig ennþá meira!
7. Að koma öðrum til að hlæja. Jább, það gleður mig ósegjanlega mikið þegar að eitthvað sem ég geri eða segi fær aðra til að hlæja og líða vel, held að það sé bara akkúrat ekkert óeðlilegt við það. Í dag fórum við með þessa pjakka á Risatónleika Sveppa og Villa og þar var mikið hlegið (á milli þess sem það var beðið um mat en það er annað mál).
Áttuð þið annars ekki góða helgi? Flott.
Þangað til næst.
No comments:
Post a Comment