Eitt af því sem ég get alltaf treyst á að veita mér ómælda gleði í þessu lífi eru ský. Ekkert rosalega flókið ég veit, en þegar ég er að eiga slæman dag eða þarf einfaldlega smá 'pickmeup' þá lít ég upp og skoða skýin (svo framarlega sem það er ekki heiðskírt eða myrkur). Frá því að ég man eftir mér hafa ský haft þessi áhrif á mig, ég átti það til að liggja í móunum heima og bara hugsa.
Ef þú ert eins og ég eða einfaldlega vilt staldra í þessu augnabliki með skýjum þá mæli ég með þessum brilliant
TED fyrirlestri um ský og smá
bloggi á meðan þú ert að því.
Þetta er ein besta leiðin til að stoppa og upplifa augnablikið sem ég get ímyndað mér.
Og þá veit alheimurinn af skýjablætinu mínu, þá vitið þið allavega hvað ég er að gera næst þegar þið sjáið mig stopp á miðjum gatnamótum að stara upp í himininn!
Þangað til næst.
No comments:
Post a Comment