Síður

7/18/2011

Eirðarleysi í júlí leiðir til breytinga

Þegar ég var yngri þá var ég harðákveðin í að verða arkitekt ... þangað til ég áttaði mig á að námið byggist að miklu leyti á stærðfræði. En það er önnur saga. Tilgangurinn með þessum fróðleiksmola er til þess að varpa ljósi á áhuga minn á allskyns hönnun, innanhúss sem utanhúss. Ég fann frumstætt forrit í gömlu heimilistölvunni okkar ca. 2002 þar sem hægt var að hanna heimili og skrifstofur að innan. Þetta var algjör gullnáma og svolítið eins og frumstæður Sims leikur, en þetta var rétt áður en þeir voru gefnir út. Í gömlum kössum með drasli frá mér má finna ógrynni af teikningum af heimilum, skrifstofum, 3ja hæða byggingum, líkamsræktarstöðvum, verslunarmiðstöðvum, leikhúsum og ég veit ekki hvað og hvað. Mismunandi pennar notaðir fyrir mismunandi húsgögn og allt voða litríkt og þráðbeint.
Nú víkur frásögninni að upphaflega tilgangi þessarar bloggfærslu sem er eldhúsið suður með sjó. Mig hefur svo lengi langað til að fá útrás fyrir breytinga/skipulags/innanhússhönnunar þrá mína og ákvað því að ráðast á eldhúsið hennar mömmu þar sem ég á ekki mína eigin íbúð enn. Hér fyrir neðan má sjá árangurinn sem ég er nokkuð sátt með þó ég segi sjálf frá. Breytingum er þó hvergi nærri lokið og mun ég mála alla íbúðina og breyta til þegar ég kemst í meira fri í ágúst. Þið getið klikkað á myndirnar til að stækka þær.


Svona leit semsagt eldhúsið út áður en ég réðst á það. Óreiðan er sökum þess að ég var að rífa allt út úr skápunum. Þið afsakið það vonandi. Á seinustu myndinni sést að ég er búin að grunna efri skápana. Eldhúsið er ekki það stórt og mér datt í hug að það myndi stækka það að mála það allt í.....


...hvítum lit. Ég byrjaði á því að þrífa vel með fituhreinsi því þetta er gömul innrétting, grunnaði og málaði síðan tvisvar yfir með hvítri olíumálningu frá Lady, gljástig 40. Ég og mamma erum allavega gríðarlega sáttar og djöfull var þetta gaman. Ég mun klárlega halda áfram að ráðast á íbúðina með hennar leyfi að sjálfsögðu, eitt herbergi í einu. Á seinni myndunum sést hvar ég er byrjuð að mála vegginn en því verður haldið áfram í ágúst. Endilega komið með input. Ég er með fullt af fleiri svona verkefnum í gangi og í hausnum á mér ... endilega látið mig vita hvort ykkur finnst svona skemmtilegt eða hvort ég eigi bara að blogga um bölsýni og bölmóð samtímans. Annars er mér alveg sama, mér finnst þetta fokking gaman og mun halda því áfram. Djók. 

Ég er með verkefni sem ég er löngu búin með og mun birta seinna. Ég var líka svo heppin að detta inn á tvær bílskúrssölur um daginn og keypti mér heilan helling af allskyns gersemum þ.á.m. eldgamla kaffikvörn á 300 krónur og forlátan sporöskjulaga spegil á 500 kr. Spegilinn er ég að spá í að spreyja í einhverjum skemmtilegum lit. 

Ég er einnig að hugsa um að fara lesa meira. Hvaða bókum mæliði með?

Nóg komið í bili.
Þangað til næst.

3 comments:

Anonymous said...

Djöfull gerir þetta mikið fyrir eldhúsið bara að mála það! Virkilega nice! Oh núna langar mig i ogguponsulitla sæta íbúð sem ég á til að gera sæta og fína. Sigh.

Annars mæli ég með bók sem heitir Narcissus and Goldmund eftir Hermann Hesse. Mér líkaði hún mjög vel, og er með plön um að lesa aðra bók eftir sama höfund sem heitir The Glass Bead Game núna á næstunni þar sem ég fíla mjög vel hvernig Hesse skrifar. Svo þótti mér líka Pnin eftir Vladimir Nabokov góð á mjög spes hátt : )

-Antonía

Margret said...

Já ég hef einmitt verið að skoða ýmis verk eftir Hesse, ætla að skella honum á ,,To read" listann. Takk fyrir ábendingarnar ;)

Elfar P said...

Nau! ekki vissi ég að þú værir að standa í svona breytingum, það er allveg satt t hjá þér að skipta´yfir í hvíta innréttingu stækkar plássið allveg helling, sérstaklega þar sem gólfið er í sterkum lit, Kv Epepli