Ég man ennþá eftir því þegar ég fékk fyrstu Harry Potter bókina í hendurnar. Það hefur líklegast verið 1998, ég þá 9 að verða 10 ára. Ég var ekki sannfærð þrátt fyrir að mamma væri alveg ákveðin að þetta væri eitthvað fyrir mig. Ég byrjaði og gat ekki hætt. Kláraði hana á einu kvöldi og gat ekki beðið eftir meiru. Hef verið algjörlega húkt síðan þá, enda hefur alltaf eitthvað verið að hlakka til á hverju ári. Annað hvort bók eða mynd. Það verður undarlegt að hafa ekkert næst. Engin bók og ekki neitt. Að vísu er www.pottermore.com, en ég á eftir að sjá hvað það verður.
Fólki finnst þetta kannski fulldramatískt en það er bara þannig að bækur hafa eintakt lag á að ná undir skinnið hjá manni. Tala nú ekki um þegar maður er 10 ára og með fjörugt ímyndunarafl. Karakterarnir verða jafn raunverulegir og þú og ég. Því er á vissan hátt erfitt að vita að það muni ekki verða neitt meira. Já ég Harry Potter nörd og hef verið í 13 ár og mun vera í 113 ár í viðbót. Það er bara þannig.
Annars finnst mér að þið ættuð lesendur góðir að stay tuned, ég er með makeover blogg í vinnslu. Mun koma með það í vikunni, það er ekki jafn auðvelt og það virðist að breyta heilu eldhúsi.
Þangað til næst.
1 comment:
ég man líka eftir því þegar ég fékk fyrst Harry Potter í hendurnar! Ég var þá 12 ára.. og hef svo lesið alla seríuna ég veit ekki hversu oft! Nú síðast í gegnum hljóðbók, allt safnið og bara á meðan ég var að gefa barninu brjóst!
Post a Comment