Haustið er án efa uppáhaldsárstíðin mín. Litirnir, veðrið og andrúmsloftið á afar vel við mig. Litrík tréin í bland við gráan himinn kveikir gleðineista innra með mér. Síðustu helgi ákvað ég að fá mér göngutúr í regnúða og greip myndavélina með. Litadýrðin sem blasti við mér var yndisleg. Hvernig er ekki hægt að elska haustið? Regnið bylur á rúðunni, vindurinn hvín og litlir dropar hressa mann við á morgnana.
Árstíðin mín er komin í fullum skrúða og ég er að fíla'ða!
Gleðilegt haust.
1 comment:
Haustið er frábært! Nema þegar það heldur áfram og áfram og áfram að vera andskotans 20-25 stiga hiti - þá er það ömó.
Oj.
Antonía
Post a Comment