Byrjaði daginn á frábæru námskeiði um erfiða kúnna og kvartanir ásamt góðum kaffibolla. Þetta var ekta svona námskeið sem hjálpar ekki bara í vinnunni heldur einnig í daglegum samskiptum. Það er alveg með ólíkindum hversu langt maður kemst á því einu að sýna skilning. Bara svona þúst ... almennt í lífinu. Ég er og hef alltaf verið meðvituð um það að reyna að setja mig í annarra manna spor. Það getur virkað bæði vel og illa, maður verður að passa sig á því að verða ekki meðvirkur en að sama skapi er maður töluvert kurteisari ef maður reynir að átta sig á því að hvað manneskjan á móti manni er að ganga í gegnum. Svona námskeið hefðu allir gott af því að fara á, kannast flestir við að vera annaðhvort dónalegir eða þurfa að taka á móti dónalegheitum, sumir kannast jafnvel við bæði....
Í hádeginu fékk ég mér svo einn þann besta pestórétt sem til er að mínu mati! Uppskriftina fékk ég hér. Þennan hef ég eldað ansi oft og fæ aldrei leið á honum, hann er líka temmilega léttur og ennþá betri daginn eftir. Plús það að það er fáránlega auðvelt að elda hann.
*Veit ekki alveg hvernig það verður að lifa án kjúklings í mánuð*
Þá lýkur dagbók Margrétar í bili.
Ég hef verið að viða að mér allskonar föndurverkefnum og er að skipuleggja smá á næstunni þannig að endilega fylgist með!
Þangað til getiði dáðst að krukkuföndurskipulaginu mínu. Tók að vísu ekki margar myndir en þetta gefur ykkur smá hugmynd. Náði bara í allar krukkurnar mínar og flokkaði eftir efni. Gæti ekki verið einfaldara og nú er töluvert einfaldara að grípa í föndrið þegar andinn kemur yfir.
Þangað til næst.
Jákvæðnisföndurkveðjur.