Síður

1/22/2013

Kókos og vanilla

Mér finnst alveg hrikalega gott að nota allskonar skrúbba. Fyrir nokkru síðan prófaði ég að búa til mína eigin skrúbba og mér fannst það heppnast svo vel að ég hef ekki keypt skrúbb síðan. Að mínu mati mýkja þeir húðina meira og svo er auðvitað bara plús að þeir eru ekki stútfullir af allskyns aukaefnum!

Ég var einmitt að klára mína í kvöld þannig að ég ákvað að búa bara til tvær tegundir og deila uppskriftinni (ef uppskrift skyldi kalla) með ykkur.

Fyrri skrúbburinn er alveg hrikalega einfaldur, en það er bara kókosólia og svo salt eða sykur, grófleikinn fer eftir smekk hvers og eins. Það er ótrúlega góð og sumarleg lykt af kókosolíu og ég veit til þess að það er hægt að fá hana í stærri einingum, eiginlega eins og smjörlíki, í sumum matvörubúðum.

Þessi dugir mér í ca. 3 vikur og kostar u.þ.b. 700-800 kr.

Seinni skrúbburinn er samsettur af örlítið fleiri efnum en einfaldur engu að síður. Í hann nota ég ca. 2 msk púðursykur, slatta af hvítum sykri, ólífuolíu og svo fyrir lyktina, vanillu-/möndludropa. Ég á það til að dassa þetta svolítið, allt eftir því hversu grófa / fína ég vil hafa þá. Eins með dropana, mikil lykt er ekki fyrir alla en ég skelli alveg slatta. Ætli heildarkostnaðurinn á þessum skrúbb væri ekki í kringum 400-500 kr.




Einfalt, vel lyktandi og ó svo gott fyrir húðina. Virkar á allt! Nota þetta á hendurnar, fæturnar og ef ég fæ þurrkubletti (sem er ekki óalgengt fyrir Íslendinga á veturnar skilst mér ;)). 

Geymist alveg frekar lengi, nokkra mánuði en ég efast um að þeir muni endast svo lengi hjá ykkur. Hvet ykkur endilega til að prófa, húðin ykkar verður mjúk sem aldrei fyrr. 

Þangað til næst.
Dúnmjúkar kveðjur.

2 comments:

Unknown said...

Besti skrúbbur sem ég veit um, sem ég hef notað í mörg ár, er hunang og púðursykur hrært saman. Púðursykurinn er ekki eins harður og hvíti sykurinn og hunangið gerir húðina rosalega mjúka og fína. Hunang á líka að drepa bakteríur eða eitthvað álíka. Stundum set ég líka nokkra dropa af sítrónusafa útí.

Margrét said...

Hann hljómar hrikalega vel! Ætla að prófa þennan við tækifæri, maður er alltaf að leita að einföldum skrúbbuppskriftum! Takk æðislega! :)