Síður

1/20/2013

Hvað gerir maður...

...þegar maður á landakort, flísar og fljótandi lím? 

Nú auðvitað glasamottur / hitaplatta.

 


Þetta er einfaldasta föndur í heimi, finna mynd/ir sem þú vilt nota, prenta þær út, klippa til, kaupa flísar (fann þessar í Byko á 75 kr stk., kaupa Mod Podge (fæst í öllum helstu föndurbúðum) og líma undir og líma yfir, skella svo nokkrum töppum undir.

Kostaði mig í heildina ca. 900 kr. Gott fyrir innflutningsgjöf t.d. Svo er hægt að búa til stærri hitaplatta með stærri flísunum sem kostuðu um 150 kr.

Get ekki beðið eftir að komast út í daglegt líf aftur! Búin að vera veik núna í viku og þetta er komið gott. Þó ég væri með holdsveiki hugsa ég að ég myndi samt fara i vinnuna. Alveg komið nóg af veikindaáti og glápi.

Ég jinxaði þetta samt eiginlega með að halda því fram að ég yrði aldrei veik bara í þar síðustu viku, en þetta er þá bara komið fyrir árið ;)

Hlakka til að byrja vikuna með krafti.

Ætla að enda þetta á hvatningarorðum einhvers viturs.

Eat right, exercise regularly, die anyway. 

Þangað til næst!
Hraustkveðjur.

No comments: