1 banani
Lúka af spínati
Mangóbitar
1 msk hörfræ
200-300 ml appelsínusafi
Voila! Ótrúlega góður og léttur í maga.
En svo um kvöldið var ekki alveg eins léttur réttur í boði en góður var hann. Þetta er go to laugardagsmaturinn hér á þessum bæ, enda er hann einstaklega bragðgóður og ennþá betri daginn eftir, auk þess sem hann er afar einfaldur í undirbúningi.
Innihald:
Kjúklingabringur
1 krukka salsasósa
1 krukka ostasósa
Matreiðslurjómi eða mjólk
Blátt doritos
Rifinn ostur
Aðferð:
1. Skerið kjúkling í bita og steikið
2. Myljið doritos niður og setjið í botninn á eldföstu móti, magn getur farið eftir smekk hvers og eins
3. Hrærið saman salsasósu, ostasósu og rjóma, magn af rjóma fer einnig eftir smekk, ég myndi prófa mig áfram með bragð og annað, sumir vilja mikið sterkt, aðrir ekki.
4. Setjið smá af sósunni yfir doritosið til að bleyta í því og setjið svo kjúklinginn yfir, því næst fer restin af sósunni yfir og toppað með rifnum ost.
5. Setjið inn í ofn við 190°C í ca. 30 mínútur eða þangað til osturinn er orðinn eins og þið viljið hafa hann, þetta borðum við síðan með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði en það er sjálfsagt hægt að hafa hvaða meðlæti sem er.
Þetta er sá réttur sem ég hef líklegast eldað oftast yfir ævina, ég dassa yfirleitt bara og set allskonar í sósuna sem ég held að gæti verið gott, rjómaostur og sýrður rjómi t.d.
En ég mæli eindregið með að prófa þennan, hann er algjört lostæti.
Þangað til næst.
Konudagskveðjur.