Síður

3/03/2013

Þriðji í vegan

Jæææja, þá er mars farinn af stað og þar af leiðandi vegan. 

Mánuðurinn byrjaði þannig að ég fór í Bónus og verslaði, þar sem að ég hef ekki mikið verið í því að elda vegan þá var svona eitt og annað sem vantaði ... það tók mig 2 tíma að kaupa það sem er á myndinni hér að neðan, það er ótrúlegt hvað það verður flókið að versla þegar það má ekki vera mjólk eða kjöt. Á tímabili var ég orðin pínu rugluð og ráfaði um í algjöru reiðuleysi. En þetta hófst allt á endanum...


So far hef ég ekki þurft að gera neina stóra vegan máltíð, á föstudeginum gerði ég mér grænmetispizzu, í gær fórum við á árshátíð þar sem ég fékk sérfæði og í dag skelltum við okkur á Serrano þar sem ég fékk mér grænmetisvefju. En stefnan er tekin á að leggja baunir í bleyti strax um morguninn á morgun.

Ég er afar bjartsýn á að mér takist þetta, ekkert kjöt og engar mjólkurvörur í 30 daga. 3 búnir og mér líður vel. Ég passa mig á að taka Spirulina og B12 vítamín.

Þetta ferli er komið stutt á veg en endilega ef þið lumið á góðum vegan uppskriftum eða ábendingum um hvað á að gera og hvað á ekki að gera þá eru þær vel þegnar.

Þangað til næst.

1 comment:

Anonymous said...

Keto > Vegan anyday bro