Síður

1/05/2013

Lengi lifi bloggið!

Það hefur ekkert gengið neitt sérlega vel hjá mér að halda lífi í þessu bloggi en ég hyggst snúa því við á nýju ári. Er með alveg fullt planað sem ég held að gæti verið gaman að deila með netheimum! Uppskriftir, föndur, áramótaheit, markmið og tímabundnar lífstílsbreytingar.

Var að spá í að gera smá markmið varðandi bloggið til þess að reyna að halda lífi í því. Ætla að vera með tvö diy verkefni á mánuði og þess á milli ætla ég að pósta hugleiðingum og uppskriftum.

Svo í mars hef ég ákveðið að prófa vegan mataræði í heilan mánuð. En yfir þann tíma ætla ég að blogga um árangurinn sem og aðgengi að vegan mat á Íslandi og uppskriftum. Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að prófa og nú ætla ég að láta verða að því! 

Ég er reyndar þannig að ég strengi ekki beint áramótaheit heldur skrifa ég frekar niður nokkur markmið sem ég reyni að vinna að yfir árið. En það er ekkert hundrað í hættunni þó að þau standist ekki, þá færast þau bara yfir á næsta ár.

Eða eru áramótaheit kannski þannig? 

Allavega ... stay tuned fyrir fullt fullt af skemmtilegum hlutum. Verð með súper einfalt föndur á næstu dögum.

1 comment:

Anonymous said...

Ég skrifaði komment hérna í símanum mínum en það hefur greinilega ekki birst þannig ég ætla að skrifa það aftur: Jey!! Svaka spennt að lesa bloggið þitt í vetur og verður rosa gamana að fylgjast með vegan ævintýrinu þínu :D