Síður

6/30/2011

Af fínum og frægum leyndarmálum

Vissuð þið að...

...það er hægt að léttast með því að hreyfa sig og borða hollara fæði?
...það er hægt að líða betur með því að hætta að hafa áhyggjur og stunda hreyfingu?
...það er hægt að komast í betra form ef maður dansar, hleypur, skokkar, lyftir og hoppar? 
...það er ógeðslega hollt að drekka geðveikt mikið af vatni?

Ef þið vissuð þetta ekki þá eru þeir ríku og frægu alltaf til í að deila ,,leyndarmálum" sínum. Hvern hefðu grunað að það að brenna fleiri hitaeiningum heldur en maður innbyrðir leiðir til þess að maður missir kíló og kemst í betra form? Ekki mig að minnsta kosti. Ég er svo guðslifandi fegin að hafa fjölmiðla eins og Pjattrófurnar og Smartland Mörtu til þess að upplýsa mig um það sem er í gangi hverju sinni. Tala nú ekki um blaðakonurnar á bleikt.is og allt það sem þær hafa gert fyrir mig. 

Ok, nóg komið af geðveikt bitri kaldhæðni ... eða er það? Er ekki bara komið nóg þegar ofantaldir ,,fjölmiðlar" fyrirfinnast ekki? Ég held það bara. 

Annars hef ég verið að spá og spekúlera líkt og maður gerir ... hvaða umræðuefni finnst ykkur vanta meiri umfjöllun í samfélaginu? Hverju langar ykkur til að varpa ljósi á eða fá svör við? Baaaara svona pæling sko.

Mér finnst vanta áherslu á gagnrýna og upplýsta hugsun. 

No comments: