Síður

6/20/2011

Af hreintrúuðum femínistum og öðrum hryðjuverkjamönnum

Verandi algjör hardcore femínisti þá skil ég hreinlega ekki bara af hverju við konur fáum ekki frið til að elska og vera kvenlegar!? Þessar svokölluðu hreintrúarfemínistar (ekkert annað en öfgalið ef þú spyrð mig) heimta að við séum eins og karlmennirnir og eigum að bjóða þeim byrginn, heimta að við látum eins og algjörar frekjutuðrur. En við kvenkonurnar (undirstrika kvenleikann, erum engvir menn!) erum bara svo mjúkar. Við erum ekki þessar hörðu frekjur í buxum. Persónulega þá er líf mitt eins og ein risastór dömubindaauglýsing. Mér finnst ég aldrei kvenlegri og mýkri en einmitt á þeim tíma mánaðarins.

Ég veit að ég tala fyrir margar kynsystur mínar þegar ég segi ,,niður með öfgafemínista sem hegða sér eins og verstu múslimar og heimta að við séum harðar og loðnar". Hvaða karlmaður vill eiginlega svoleiðis konu spyr ég nú bara. Blaðakonan Klara Egilson skilur mig fullkomnlega, enda hefur hún þurft að berjast hart fyrir því að vera mjúk og mega elska í marga áratugi. Mikið vildi ég að allar konur væru eins mjúkar og hún. Þá væri ekkert vesen og við gætum bara leyft karlmönnum að vera harðir til þess að vernda okkur og við mjúkar og hugsað um þá. Hvað er betra spyr ég nú bara?

Ah, gömlu góðu dagarnir. 

No comments: