Það er svo merkilegt með jólin. Þrátt fyrir að maður heimsæki Jólaland í júní þá er jólalyktin, jólatónlistin, jólaskrautið og jólanammið svo yfirgnæfandi að maður getur ekki annað en hlakkað til jólanna. Sumir kunna að halda að ég sé klikkuð og það gæti bara vel verið, ég hef alltaf verið, er og mun alltaf verða hugfangin af jólunum og öllu sem þeim viðkemur.
Gerði eitt vandræðalega skemmtilegt í fyrradag. Fórum í bíó á formúluhollywood klisju, Mr. Popper's Penguins. Það hefði kannski ekki verið vandræðalega nema fyrir þá staðreynd að við vorum u.þ.b. 10 í sal 2 í Smáralind. Hvert einasta hnerr, hóst, snörl og hrygl heyrðist. Á hinn bóginn vorum við svo með salinn útaf fyrir okkur nánast og gátum valið um sæti. Svo betur fór en á horfðist. Ég mun hinsvegar velja bíómyndirnar héðan í frá ;)
Mér finnst voða gaman að taka myndavélina með mér hvert sem ég fer og taka myndir af öllu, en þegar kemur að því að deila þeim þá er ég ekki jafn dugleg.
Ég er voða mikið alltaf að bíða, lifi ekki nóg í núinu. Þarf reglulega að minna mig á að vera hamingjusöm í núinu en ekki láta hamingjuna vera háða skilyrðum. Það vilja allir halda að þeir séu öðruvísi, að þeir hugsi ekki ens og allir aðrir. En sannleikurinn er sá að ef þú hugsar þannig þá ertu eins og allir aðrir. Hjarðhegðun og skortur á gagnrýnni hugsun er alvarlegt vandamál í samfélaginu okkar að mínu mati. Ég hef einnig tekið eftir leti í hugsun hjá mér ... ég kenni internetinu og Facebook um. Svo hefur Reddit sogað mig inn líka. Hvernig stendur á því að mér hefur tekist að sigrast á fíkniefni eins og nikótíni en ég get ekki losað mig úr viðjum internetsins? Óútskýranlegt.
Best að surfa netið mindlessly fyrir svefninn.
Adios.
Ps. Eftir að hafa lesið þetta blogg yfir líður mér eins og það hafi verið skrifað af ,,blaðakonum" bleikt.is. Ég ætla engu að síður að leyfa því að standa sem áminningu um að ég geti gert betur og að ég eigi ekki að blogga eftir kvöldmat.
No comments:
Post a Comment