Eða þannig líður mér að minnsta kosti núna. Er ekki með vinnu eftir sumarið og get ekki fyrir mitt litla líf ákveðið hvað ég vil læra næst svo að halda áfram á skólabekk kemur ekki til greina.
Ég hef verið stefnulaus áður. Fann fyrst fyrir því þegar ég útskrifaðist úr Hraðbraut. 17 að verða 18 og vissi ekki hvort ég væri að koma eða fara. Ákvað að fara að vinna. Annað skiptið sem ég var stefnulaus var þegar ég hætti í félagsfræðinni og hafði ekki hugmynd um hvort eða hvað ég ætti að læra... og nú sit ég hér. Stefnulaus í þriðja skiptið. Finnst eins og ég geti gert hvað sem er en á sama tíma ekki neitt. Það er undarleg tilfinning.
Finnst eins og að ég þurfi að velja mér starfsvettvang fljótlega, eða a.m.k. finna mér vinnu sem er eitthvað smá tengd því sem mig langar að gera í framtíðinni. Ef ég bara vissi hvað það væri...
...í augnablikinu þá hljómar það meira spennandi fyrir mér að vera pizzusendill heldur en að grotna inn á skrifstofu allan daginn.
Einhversstaðar las ég það fyrir langa löngu að ef maður vissi ekki hvert maður stefndi þá væri sniðugt að biðja vini og vandamenn að segja manni hvað þeim fyndist.
Nenniði?
Plís?
Þegar ég sé sjálfa mig í framtíðinni þá sé ég bara ekki neitt, svo motherfriggin ráðvillt er ég. Veit ekki hvort ég vil vera mannfræðingur eða ljósmyndari, heimildarkvikmyndagerðarkona eða bakari, kennari eða rithöfundur, flugkona eða leigubílsstjóri. Það er óþolandi en samt frábært að þetta skuli allt vera í boði. Líður eins og þegar ég var lítil og fólk spurði mig hvað ég ætlaði að verða og ég svaraði ,,búðarkona"...
...kannski ég láti þann draum bara rætast. Myndi pottó nenna að vinna með glöðu konunni á Granda!
1 comment:
I am really surprised by the quality of your constant posts.You really are a genius, I feel blessed to be a regular reader of such a blog Thanks so much..অনলাইন ইনকাম ���� font copy and paste
ব্যবসা কি? কাকে বলে?
গ্রাফিক্স ডিজাইন
টিউবমেট অ্যাপস
? ওয়েব হোস্টিং কী
কিভাবে একটি ব্লগ তৈরি করবেন
Post a Comment