Síður

6/15/2011

Af bernskubrekum og framtíðarplönum

Eyðum við fullorðinsárunum í að losa okkur við ósiði æskunnar? Naglanag, borínef, geispa með opinn munn, vera hreinskilin (stundum um of).

Hafið þið einhverntímann rekist á gamalt blogg, dagbók, ljóð eða sögu? Ég hef það og mér finnst það undarlegt. Stundum hafa ekki mörg ár liðið en samt fæ ég það á tilfinninguna að ég sé að lesa blogg eftir ókunnuga manneskju. Það mætti halda að ég hafi umturnast algjörlega frá einni manneskju yfir í aðra. Hvað segir það um mann? Erum við einungis svampar á umhverfi okkar og endurspeglum það sem er að gerast í kringum okkur og þá sem við umgöngumst? Eða breytumst við einfaldlega alveg tilviljanakennt?

Stend á smá krossgötum núna. Vinna eða skóli, skóli eða vinna? Iðjulaus aumingi jafnvel? Hef komist að því að atvinnumarkaðurinn er ekkert beint að drepast úr þorsta í mannfræðinga. Svo kannski er best að halda bara áfram ... andskotans vítahringur, vissi að ég hefði átt að fara í tölvunarfræði.

Ég finn mér eitthvað að gera, verð bara rithöfundur eða eitthvað. Einhverntímann hlýtur heimurinn að finna pláss fyrir félagsvísindin. Hvað finnst ykkur annars að mannfræðingar ættu að gera?

2 comments:

Bjarni said...

Að breytast tilviljanakennd? Ég hugsa ekki.

Allt sem við heyrum,horfum á og snertum breytir okkur. Ég tek eftir þessu hjá mér, við tökum upp takta okkar nánustu og vice versa. Þetta hefur allt saman áhrif á okkar persónu og hegðun.

Vissulega hefur þó viðhorf okkar á umhverfi og eigin þankagang mikið að segja í þessu samhengi. Það er háð því hvort þú sért jákvæður eða neikvæður, ekki satt?

Þú dregur ekki sama lærdóm af velgengni og mistökum með þessum tveimur mismunandi breytum.

Hugarfar er undanfari og eftirmáli þess sem
breytir okkur, þetta helst allt saman í hendur.

Ástæðan fyrir þér í dag er að hluta til, gamla bloggið þitt, dagbókin þín,ljóðin og sögurnar ásamt fjölda annara breytna.

Er varðar á hvaða svið þú gætir beint sjónum
þínum er varðar atvinnu.

Mannfræðingar eiga sér greiða leið í stjórnunar – og ráðgjafastörf, þjónustustörf, sem og vinna á sviði þróunarsamvinnu eða við kennslu.

Miðað við mína upplifun þá er ekkert sem kemur í staðinn fyrir reynslu á atvinnumarkaði og þá hefuru eitthvað á að byggja þegar þú ferð í masterinn.

Ef við horfum praktíst á þetta, þá gæti verið betra fyrir þig að finna þér sess í mögulega einhverjum þessa stétta sem ég tel hérna upp fyrir ofan og öðlast þá reynslu sem þú gætir bara þegar þú vinnur við eitthvað ákveðið. Það gefur þér líka skýra mynd á það sem þú vilt og vilt ekki vinna við í framtíðinni.

Vertu dugleg að selja BA gráðuna sem þú vannst svo ötult fyrir, í umsóknum til fyrirtækja.

Mundu að fyrstu kynni segja allt.

Margret said...

Þú ert svo osom Bjarni :)

Ég held að ég sé bara þokkalega sammála þér sko! Það er að segja með félagsmótunina og allt það... Allt er áhrifavaldur í raun og veru.

Takk fyrir ráðið :) Ég er ýkt mikið að reyna vera dugleg að selja gráðuna og þessa ,,litlu" reynslu sem ég hef af vinnumarkaðnum. Þetta reeeeddast ;)