Síður

Um mig

Margrét heiti ég og er Lúthersdóttir eins og þið hafi kannski getað giskað á.

Ég er fædd í Neskaupstað, alin upp í Njarðvík og búsett í Reykjavík. Mannfræðingur að mennt en listunnandi, matkona, lestrarhestur, spögulerari, ljósmyndari og svo margt fleira í frítímanum. Helstu hlutverk eru dóttir, systir, kærasta, vinkona, samstarfskona og ég, úff, verð bara þreytt á þessari upptalningu.

Tilgangurinn með einræðum mínum er aðallega að fá útrás og jafnvel kannski eins og einn eða tvo áheyrendur í leiðinni, það væri ekki verra, annars er alltaf hægt að gala í hyldýpið, já eða stara, er það ekki eitthvað sem Nietzsche sagði?

Njótið, lifið, takið inn, meltið það góða og hendið restinni. Það er það sem lífið er um, c'est la vie.


No comments: