11/12/2011

Manneskja ársins

Eins og flestir vita gefur Time Magazine út lista á hverju ári yfir þá sem eru tilnefndir sem Person of the year. Listinn í ár er vægast sagt undarlegur, aðilar eins og Kim Kardashian, Charlie Sheen, Dominic Strauss Kahn, Casey Anthony, Silvio Berlusconi og fleiri fleiri á þessum lista teljast varla hæfir þátttakendur í slíkri keppni. En það er ekki það eina sem er undarlegt við hann. Topp 31 þátttakendurnir eru taldir saman og þar af eru einungis 8 konur. Ein þeirra átti yfir höfði sér dóm fyrir að myrða barnið sitt, önnur giftist prins, sú þriðja giftist í sjónvarpi. Einunigs 5 af þessum 31 einstaklingum eru valdamiklar konur sem eru þekktar fyrir eitthvað annað en útlit og kynþokka (það þýðir hins vegar ekki að mínar skoðanir samræmist skoðunum allra þessara kvenna, enda er það ekki málið). Alls eru 17 karlmenn auk allra þeirra karlmanna sem eru í SEAL team, en það eru bara karlmenn í því að því sem ég best veit, alls 14 karlmenn. Svo í heildina eru 31 karlmaður tilnefndur á þessum lista og 8 kvenmenn. Þá eru hóparnir sem tilnefndir eru eins og 99%, Anonymous, AYP og Fukushima ekki teknir með sökum þess að ómögulegt er að skera úr um kynjahlutföll þar. 1% er á gráu svæði enda auðugustu einstaklingar BNA og líklegt er að kynjahlutfallið sé ójafnt þar.

Þetta verður að teljast andi sláandi niðurstöður, hafa konur virkilega ekki verið að gera neitt merkilegt sl. ár? Ekkert sem getur talist sem afrek, ekkert sem gerir þær að góðum kandídötum á þennan lista? Nei ég bara spyr. Þið megið endilega stinga upp á einstaklingum sem ykkur finnst að ættu heima á þessum lista. 


Margar á þessum lista finnst mér t.d. nokkuð magnaðir kandidatar. http://site.chatelaine.com/womenoftheyear/allwinners.aspx 

Hvað finnst ykkur annars um að setja 99% á þennan lista? 

Hér er listinn að neðan og hef ég merkt hann með ansi týpískum litum. Bleikt fyrir konur, blátt fyrir karla, gult fyrir hlutlaust og grátt fyrir gráa svæðið. 

The 99% 14210
Anonymous 13278
Steve Jobs 5051
Arab Youth Protesters 4735
Casey Anthony 2972
SEAL Team  62931
Fukushima  502759
Gabrielle Giffords 2347
Warren Buffett 1859
Barack Obama 1838
Hillary Clinton 1269
The 1% 1233
Lionel Messi 1090
Elizabeth Warren 1079
Ai Weiwei 1042
Kate Middleton1014
Angela Merkel 846
Charlie Sheen 691
Admiral Mike Mullen 524
Recep Tayyip Erdogan 459
Silvio Berlusconi 370
Herman Cain 348
Nicolas Sarkozy 231
Mitt Romney 203
Paul Ryan 200
Kim Kardashian 146
Rupert Murdoch 142
Michele Bachmann 141
Eric Cantor 133
Dominique Strauss-Kahn 80
Reed Hastings 57


TOTAL  63278

Hérna er listinn, eins og þið sjáið þá breytast tölurnar hratt enda er bara nýbúið að birta hann og fólk enn að kjósa. 


Have fun!

11/08/2011

Þeim var ég verst er ég unni mest

Ég er ein af þeim sem á erfitt með að taka gagnrýni. Í stað þess að hlusta og velta því fyrir mér hvað ég get gert til að laga þetta fer ég oft í vörn. Hins vegar er ég einnig minn harðasti gagnrýnandi og hlusta mikið á sjálfa mig þegar að því kemur.

Ég þoli til dæmis ekki þegar ég góma sjálfa mig að því að vera tillitslaus eða of föst í eigin hugsunum. Eins og þegar maður er í umferðinni og bölvar öllum öðrum í sand og ösku en gerir svo það sama, eða þegar maður segir ekki góðan daginn á móti við fólk þó að maður viti að manni sjálfum finnst það leiðinlegt þegar fólk heilsar ekki.

Er maður þá bara svona ógeðslega dónalegur?

Ég er alltaf að reyna að vera betri manneskja, ég lofa! Ég reyni eftir fremsta megni að koma fram við fólk eins og ég vildi láta koma fram við þig (djók).

Maður verður að vera í stöðugri sjálfsskoðun að mínu mati, annars staðnar maður og leyfir sér ekki að vaxa og dafna.

Ég hef svolítið staðnað í þessu bloggdæmi. Ekki haft nóg til að tala um þó svo að það bærist alveg heill hellingur um í hausnum á mér, ég á bara svolítið erfitt með að vinsa úr.

Læt þetta gott heita í bili.
Reyni að koma með eitthvað meira djúsí næst.

Bless á meðan.

10/31/2011

Gamalt verður nýtt

Jæja, er ekki kominn tími á að sýna smá lit. Ég er ansi dugleg við að halda mér bissí og finn því fáar afsakanir fyrir því að fara í tölvuna. En myndirnar hér að neðan gefa ágæta mynd af því sem ég hef verið að dunda mér við. Gera upp gömul húsgögn. Þetta eru stólar sem við fengum gefins og ég ákvað að betrumbæta þá. 


Setti bara nýtt áklæði á þessa og þeir urðu eins og nýjir. Málaði einnig elshúsborðið sem þeir ganga við, hvítt.Þetta eru stólar sem María og Kári voru svo yndisleg að gefa okkur, ég pældi mikið í því hvað ég gæti gert fyrir þá. Ég málaði borðstofuborðið sem þeir ganga við svart og ákvað því að halda því þema.


Keypti efni í Ikea á 1000 kr og málningu á 2000 kr.


Á síðustu myndinni sést smá í borðstofuborðið sem ég málaði og leðurstól sem ég keypti í Ikea og málaði grindina svarta. 

Ég hef vægast sagt mjög gaman af því að gera upp gömul húsgögn, svo gaman að sjá gamla hluti lifna við. Engin ástæða að henda gömlum húsgögnum, það er alltaf einhver sem álítur að gamla ruslið þitt sé gull. 

Þetta er nóg í bili. Ég ætla svo að vera duglegri að sýna ykkur hvað ég er að föndra við og dunda. Takk fyrir innlitin!

Þangað til næst.

10/16/2011

Útum víðan völl

Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort að það sé sniðugt að gera svona to-do lista fyrir lífið. Eða er kannski sniðugra að fljóta bara með og sjá hvað gerist? Mér hættir svolítið til að verða kærulaus og gleymin ef ég geri ekki lista yfir allt. Það sem ég þarf að gera þann daginn, það sem ég þarf að versla. Finnst einfaldlega betra að hafa þetta allt í listum. Ég er ekki að segja að ég fylgi þeim í einu og öllu en ég er bara svo hriiikalega gleymin. Heilinn á mér man gagnslausa hlutir eins og kennitölur, símanúmer, nöfn, húsnúmer og þannig. En ef ég þarf að gera eitthvað þá man ég það alla leið útí bíl og svo sit í bílnum eins og manneskja með elliglöp að reyna muna hvernig ég komst þangað.

Ég veit ekki hvort að maður myndi fara eftir svona to-do lista fyrir lífið en það er kannski sniðugt að hafa eitthvað markmið. Eða á maður bara að gera það sem manni langar á hverjum tímapunkti?

Svo getur verið hættulegt að fylgja svona listum í einu og öllu því að þeir geta komið í staðinn fyrir tómarúm sem fólk reynir að fylla með allskyns hlutum, atburðum og fólki í lífinu sínu. Takmarkið verður listinn og hann verður hamingjan, svo þegar hann klárast þá er tómarúmið samt sem áður enn til staðar. 

Ég hef verið að velta þessu tómarúmi mikið fyrir mér upp á síðkastið. Er þetta eitthvað sem þjáir meirihlutann af vestrænni menningu og þess vegna neytum við í þessu magni sem við gerum. Ég er ekki bara að tala um okkur sem neytendur í verslunarmiðstöðvum og Ikea, ég er líka að tala um mat, áfengi, sígarettur og þess háttar. Ef ég kaupi þetta þá verð ég hamingjusamari, ef ég dett í'ða í kvöld þá verð ég hamingjusamari, mmm þessi pizza á eftitr að gera mig hamingjusama/n. Við erum sífellt að leita út á við eftir hamingju, reyna að sækja hana í annað fólk og dauða hluti. En annað fólk er les ekki hugsanir og hagar sér ekki alltaf eins og við viljum og ljóminn af dauðum hlutum hverfur og þá þarf að fara versla á ný. 

Semsagt, hamingjan er hverful. 

Það er ekki fyrr en að við lítum inn á við og finnum hvað það er sem gerir okkur raunverulega hamingjusöm án þess að treysta á neitt nema okkur sjálf sem við finnum hamingjuna.

Svo má ekki gera of miklar væntingar heldur. Hvað er hamingjan? Er hún að brosa í sífellu? Er hún að hlæja og hafa gaman? Já og nei. Ég bið til dæmis ekki um meira en það að vakna bara sátt og fara að sofa sátt. Líða vel og vera örugg. Hlúa að sjálfri mér og dreifa kærleikanum á hvern þann hátt sem ég get. Það er nebbla satt sem þeir segja, það er sælla að gefa en þiggja.

Læt þetta gott heita í bili. Dreifið nú sunnudagskærleikanum með knúsum og brosi.
Þangað til næst.

9/29/2011

Allir litir haustsins

Haustið er án efa uppáhaldsárstíðin mín. Litirnir, veðrið og andrúmsloftið á afar vel við mig. Litrík tréin í bland við gráan himinn kveikir gleðineista innra með mér. Síðustu helgi ákvað ég að fá mér göngutúr í regnúða og greip myndavélina með. Litadýrðin sem blasti við mér var yndisleg. Hvernig er ekki hægt að elska haustið? Regnið bylur á rúðunni, vindurinn hvín og litlir dropar hressa mann við á morgnana.

Árstíðin mín er komin í fullum skrúða og ég er að fíla'ða!

Gleðilegt haust.

9/28/2011

Hvernig hegðar þú þér?

Á nokkurra mánaða/ára fresti rís alltaf upp umræða í þjóðfélaginu um einelti. Stundum hefur það verið vegna þess að ungur einstaklingur bugast og tekur eigið líf, stundum hefur það verið vegna þess að ungur einstaklingur sem lifði af segir sögu sína. Hver svo sem ástæðan kann að vera er nauðsynlegt að skoða nánar þessa umræðu að mínu mati.

Einelti er þegar einstaklingur er kerfisbundið útilokaður frá hópnum með einum eða öðrum hætti. Flestir hafa fundið fyrir þessu á sínum grunnskólaárum, mismikið þó. Hvernig umræðan um einelti hefur átt sér stað í samfélaginu tel ég vera vandamál. Þetta orð hefur misst alla merkingu og fólk hefur fjarlægst hugtakið að mínu mati. Einelti er ekki eitthvað sjálfstætt fyrirbæri sem á bara heima innan veggja grunnskóla eða á internetinu. Einelti getur átt sér stað hvar sem er og á hvaða stigum sem er. Einelti er hegðun en ekki fyrirbæri sem gerist bara. Einelti á sér stað þegar einhverjum aðila líður illa og veit ekki hvernig hann á að fá útrás fyrir vanlíðanina. Þetta getur gerst á vinnustað hjá fullorðnu fólki jafnt sem á grunnskólalóð. Hvað er baktal og fordómar annað en einelti?

Kennarar og skólayfirvöld geta vissulega gert allskyns plön og lofað öllu góðu en ef ekkert gerist heima fyrir þá stoðar það lítið. Ef foreldrar kenna börnum sínum ekki umburðarlyndi, tillitssemi og kurteisi. Ef foreldrar kenna börnum sínum ekki að það er í lagi að vera þybbinn, grannur, hávaxinn, lágvaxinn, lesblindur og gáfnaljós, rauðhærður, dökkhærður, svartur og hvítur þá hafa skólayfirvöld takmörkuð úrræði. Að ,,klaga" í kennarann eða foreldra gerir hlutina oft og tíðum verri. Foreldrar þurfa að kenna börnunum sínum að kljást við tilfinningar sínar (já líka ef barnið er strákur!).

Einhverjir hugsa kannski ,,hún getur trútt um talað, barnslaus og allt". En ég þarf ekki að eiga barn til að vita hvað má bæta, ég hef verið í þessari aðstöðu, þ.e.a.s. þolenda aðstöðunni og ég veit hversu hjálparvana maður er í raun og veru. Foreldrar og kennarar þurfa einnig að minna þolendur á að þetta er ekki þeim að kenna.

Einelti er ekki sjálfstætt fyrirbæri heldur hegðun sem er partur af miklu stærra batterí. Hvernig talið þið í kringum börnin ykkar? Baktalið þið nágrannana? Hlæjið þið að óförum annarra? Litlir hlutir sem ykkur finnst ekki skipta máli skipta lítil eyru kannski miklu máli.

Þar að auki held ég að skólakerfið á Íslandi sé stórgallað batterí en það er allt önnur ella og miklu flóknari.

9/23/2011

BRB

Afsakið bloggletina í mér. Þegar maður er komin í fulla vinnu alla daga þá er ekkert hægt að leika sér eins og þegar maður er í skóla (djók).

Eitthvað hafiði verið að kvarta yfir því að geta ekki kommentað þannig að ég ákvað að drullast loksins til að setja leiðbeiningar inn.

Þið skrifið komment, fyllið út orðabullið og ýtið á Name/url og skrifið nafnið ykkar (eða ekki ef þið viljið vera anonymous, en þið verðið að skrifa eitthvað) og að lokum þurfiði að ýta á Publish og þá ætti þetta að koma.

Endilega kommentið við þessa færslu og þá veit ég að það er hægt, ef það er ekki hægt þá verðiði bara að hringja í mig ef þið hafið athugasemdir, 555-MÉR-ER-ALVEG-SAMA (djók). Mér eriggi sama, ég elska að fá feedback, ég nærist á því að vita að einhver les það sem vellur upp úr mér (í alvörunni).

Síðan lofa ég að fara blogga meira. Fullt til að blogga um, hvalveiðar, feminisma, hægðirnar hans Sigmundar Davíðs. Name it!

8/27/2011

Áhrif

Að vera áhrifavaldur í lífi annarra er eitthvað sem ég hef verið að velta fyrir mér upp á síðkastið. Það byrjaði allt þegar ég var með nokkra glugga í Chrome opna um daginn og ákvað að loka þeim. Þar rakst ég á síðu sem ég var búin að vera með opna í einhvern tíma (já ég slekk aldrei á tölvunni minni og er að meðaltali með 10-15 glugga opna), þetta var undirskriftalisti fyrir Wang Lihong, aktivista í Kína sem var fangelsuð fyrir að stöðva umferð. Ég lokaði óvart glugganum og gerði mér þar með grein fyrir því að einum músarsmell hafði ég tekið afdrifaríka ákvörðun. Með því að ákveða að skrifa eða skrifa ekki nafn mitt á þennan undirskriftalista er ég að kjósa að vera áhrifavaldur í lífi Wang Lihong, manneskju sem er stödd rúmlega 7700 km frá mér. Mér fannst þetta vald óþægilegt og óraunverulegt. Hvað er þetta annað en nafn á blaði, hvernig vitum við að þetta gerir gagn?

Ég hef verið að upplifa mikið ástar/haturssamband við internetið uppá síðkastið. Mig hefur langað til að koma hlutum í verk en festist af einhverjum ástæðum í heiladrepandi og afvegaleiðandi umræðum og myndum á netinu. Internetið hefur gert mér margt gott og að mörgu leyti hef ég getað nýtt mér það til þess að vera upplýst. Ég er voðalega utan við mig og finnst þægilegt að geta farið á netið og lesið mér til um það allra nýjasta aftur í tímann.

Hvað er til dæmis málið með femínisma-umræðurnar þessa dagana? Af hverju og hvenær varð það allt í einu hipp og kúl að vera femínisti? Ekki misskilja mig, það er skref í rétta átt þegar femínismi merkir ekki lengur loðin trunta sem þarf að fá að ríða, það er jákvætt þegar fólk gerir sér grein fyrir því að femínisti er sá sem sér óréttlæti og vill leiðrétta það, hann er ekki bundinn við útlit, stöðu, kyn eða aldur. En það að vera kona sem hefur náð langt á því að ala á staðalímyndum um áhugamál og útlit kvenna er ekki femínisti að mínu mati.

Þetta er hárfín lína og hefur reynst mörgum erfið viðureignar síðustu daga. Hvernig er hægt að vera femínisti og samt vilja líta vel út? Fyrir hvern vill femínistinn líta vel út osfrv. En það er einmitt það sem þetta snýst ekki um ... útlit.

Klukkan er korter í eitt og ég er orðin ansi þreytt. Þessi umræða kann að vera orðin það líka en mér er alveg sama, mitt blogg, mínar pælingar.

Hafið þið tekið eftir því hvað ég er orðin pen og dömuleg í orðalagi, á gömlu bloggunum mínum finnst varla setning sem ekki byrjar á helvítis, andskotans, djöfulsins, fokking eða einhverju öðru fúkyrði. Er aldurinn að færast yfir eða hvað?

Var að henda inn nokkrum myndum á www.flickr.com/photos/mluthersdottir ...
8/11/2011

Hremmingar dagsins

Ég má til með að segja ykkur sögur af klaufaskap mínum. Ég er alræmd fyrir brussuskap, gleymsku og almennt fyrir að vera sveimhugi. Dagurinn í dag var ekki undanskilin. Mig hefur lengi langað til að föndra minn eigin kökudisk og fékk því þá flugu í hausinn að finna mér diska og skotglös í Góða Hirðinum og líma það saman með glerlími og spreyja svo með lit að eigin vali. Það tók mig tvær ferðar og þrjá daga að safna öllu þessu saman, finna réttu diskana, glösin og velja lit (getur verið flókið). Eftir vinnu í dag var ég loksins komin með allt og hófst þá handa. Til að byrja með leit þetta svona út, 3 fullkomnir diskar ásamt skotglösum til að tengja á milli. 


 Eftir að límið þornaði leit kökustandurinn svona út svo ég setti hann í pappakassa til þess að spreyjið færi sem minnst út fyrir.


Eeeen ég með minn klaufaskap ákvað að lyfta kassanum án þess að átta mig á því að botninn væri ekki límdur þannig að diskurinn smallaðist á grjóthörðu stéttinni og ég sat með galopinn munn með tárin í augunum. Þetta líkist helst blóðbaði. 


Til að toppa hremmingarnar skar ég mig á 3 stöðum í lófanum við að reyna týna þetta saman í svekkelsi og læsti mig síðan úti til að bæta kolsvörtu ofan á svart. En ég hélt samt ótrauð áfram og ákvað að mála bara ekki neitt heldur bara að líma diska og kertastjaka saman. Það kom svona helvíti skemmtilega út. Sveppurinn er keyptur í Garðheimum, fannst hann skemmtileg viðbót.


Svo þetta er sagan af því hvernig ég lærði af reynslunni og bjó samt til þrjá kökudiska. Í öðrum fréttum er þetta helst.Er haustið ekki bara að koma? Elliðárdalurinn var ansi haustlegur í fyrrakvöld.

Þangað til næst.

8/07/2011

Gay Pride 2011

Helgin var tileinkuð réttindum samkynhneigðra og transgender og ég fór ásamt 99.999 öðrum og tók nokkrar myndir, nenni ómögulega að hlaða fleirum inn núna. Þetta var æðislegt að vanda og yndislegt að sjá svona marga glaða í einu. Senuþjófurinn var Páll Óskar með bæði vagninn sinn og athugasemdir. 


 Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. 

Njótið.
Þangað til næst.

8/04/2011

Blekkingar Hollywood

Þær eru ófáar, í raun svo margar að ógerlegt er að fara yfir þær í einum pistli. Ein sérstök blekking hefur alltaf vakið áhuga minn. Í þættinum Pretty Little Liars segir frá fjórum ungum dömum sem eiga að vera í kringum 16-17 ára aldurinn í litlu smáþorpi í Bandaríkjunum. Þær deita gæja og gellur og eiga bræður og systur á svipuðum aldri þannig að það er mikið um unglinga í þessum þáttum. Það sem er áhugavert við þetta er að stelpan sem þátturinn snýst allur um er fædd 1996, hún er rétt nýorðin 15 ára. Elsta leikkonan sem á að vera 16 ára er fædd 1979 og er því 32 ára. Það hlýtur að teljast undarlegt að vera 14 ára (hún var það þegar þættirnir byrjuðu) að vinna með manneskju sem er helmingi eldri en þú og eiga að vera á svipuðum aldri. Þetta er bara ein sjúk blekking sem Hollywood heldur að okkur. Ein af mörgum.

Þoli ekki þegar ég klikka í hugsunarleysi á linka sem leiða mig inn á bleikt.is, menn.is, lífið á vísi eða smartland Mörtu (hrollur). Mér byrjar ósjálfrátt að líða verr með sjálfa mig, enda kannski ekki skrítið þegar ,,frétta"titlarnir eru

,,Dregur úr hrukkum og strekkir húðina"
,,Sumir eru í klikkuðu formi"
,,Hörkukroppur korter eftir fæðingu"
,,Heidi Klum hleypur af sér spikið" (ha ha ha)
,,10 ára fyrirsæta slær í gegn" (ok ha?!)
,,Svona heldur Gaga sér í formi"
,,Fáðu seiðandi augnaráð á einni mínútu"
,,Fegurðarleyndarmál Bar Rafaeli" (eflaust að drekka vatn og hreyfa sig)
,,Vertu súperflott á 5 mínútum"

Útlit, útlit, útlit ... svo á sömu síðu má finna uppskriftir að kökum sem eru minnst 12.000 hitaeiningar og réttlætingar fyrir því af hverju þú mátt alveg við því að baka þér eina svona og éta yfir Sex and the City.

Andskotinn. Ég veit að þetta var sko ekki upplífgandi blogg en svona staðreyndir eru það ekki heldur. Við verðum að vera meðvituð um það sem við skoðum, lesum, sjáum og heyrum. Gagnrýna allt og trúa engu. Það er mottóið mitt! Ætla ekki örugglega allir í Róttæka sumarháskólann? 

Þegar maður verður vitni að óréttlæti þá verður maður svo andskoti reiður. Þegar ég heyri fólk segja að nú séu málefni femínista í höfn og að þær geti bara hætt þessu verð ég pirruð. Femínisti er ekki bara hvít miðaldra kona að berjast fyrir réttindum hvítra miðaldra bisness kvenna! Femínistar geta verið svartir, hvítir, gulir, feitir, mjóir, ungir og aldnir að berjast fyrir réttindum annarra kvenna sem eru á hverjum degi beittar gríðarlegu óréttlæti og fá að kenna á því bara vegna þess að þær fæddust með píku en ekki typpi. Kvenmaður getur selt líkama sinn fyrir húsaskjól og skammt af heróíni. Getur karlmaður gert það sama? Myndi einhver kona kaupa líkamann á karlmanni og veita honum í staðinn eiturlyf og húsaskjól? Hvað segið þið?

Femínisti er ekki sá sem hatar karlmenn og vill að allir karlmenn verði geldir. Það er bara klikkuð kona og talar ekki fyrir hönd femínista, það er svo mikið common sense að mér finnst hálf fáránlegt að nefna það. En staðreyndin er sú að það þarf að tala um þetta. Það þarf að tala um ansi mikið í samfélaginu okkar. Óréttlæti, eiturlyf, áfengisfíkn, geðsjúkdóma, vændi. Ég vík að því seinna. Þetta er gott í bili.

Þangað til næst.

Blekkingar Hollywood

Þær eru ófáar, í raun svo margar að ógerlegt er að fara yfir þær í einum pistli. Ein sérstök blekking hefur alltaf vakið áhuga minn. Í þættinum Pretty Little Liars segir frá fjórum ungum dömum sem eiga að vera í kringum 16-17 ára aldurinn í litlu smáþorpi í Bandaríkjunum. Þær deita gæja og gellur og eiga bræður og systur á svipuðum aldri þannig að það er mikið um unglinga í þessum þáttum. Það sem er áhugavera við þetta er að sú sem þátturinn snýst allur um er fædd 1996, hún er rétt nýorðin 15 ára. Elsta leikkonan sem á að vera 16 ára er fædd 1979 og er því 32 ára. Það hlýtur að teljast undarlegt að vera 14 ára (hún var það þegar þættirnir byrjuðu) að vinna með manneskju sem er helmingi eldri en þú og eiga að vera á svipuðum aldri. Þetta er bara ein sjúk blekking sem Hollywood heldur að okkur. Ein af mörgum.

Þoli ekki þegar ég klikka í hugsunarleysi á linka sem leiða mig inn á bleikt.is, menn.is, lífið á vísi eða smartland Mörtu (hrollur). Mér byrjar ósjálfrátt að líða verr með sjálfa mig, enda kannski ekki skrítið þegar ,,frétta"titlarnir eru

,,Dregur úr hrukkum og strekkir húðina"
,,Sumir eru í klikkuðu formi"
,,Hörkukroppur korter eftir fæðingu"
,,Heidi Klum hleypur af sér spikið" (ha ha ha)
,,10 ára fyrirsæta slær í gegn" (ok ha?!)
,,Svona heldur Gaga sér í formi"
,,Fáðu seiðandi augnaráð á einni mínútu"
,,Fegurðarleyndarmál Bar Rafaeli" (eflaust að drekka vatn og hreyfa sig)
,,Vertu súperflott á 5 mínútum"

Útlit, útlit, útlit ... svo á sömu síðu má finna uppskriftir að kökum sem eru minnst 12.000 hitaeiningar og réttlætingar fyrir því af hverju þú mátt alveg við því að baka þér eina svona og éta yfir Sex and the City.

Andskotinn.

Þangað til næst.

8/01/2011

Fjögurra daga afmælishelgi

Woah! Þvílík og önnur eins átveisla hefur ekki verið haldin svo elstu menn muna ... Ég er svo södd og er búin að vera það síðan á föstudaginn. Kræst.

Þá er fjögurra daga afmælishelgi liðin undir lok. Þjófstartaði á föstudeginum með vinkonuhitting á Nings, kaffihúsi og toppað með bíó. Laugardeginum eytt í verslunarráp og grillveislu. Sunnudeginum í Kolaports/Þjóðminjasafns/Hallgrímskirkjurúnt með tveimur uppáhalds og toppað með Ruby Tuesday og annarri bíóferð og dagurinn í dag notaður í hamingjuóskir, gjafir, kökur, pönnukökur og fullt af ást! Vá ... mér finnst ég svo lukkuleg að ég veit varla hvað ég á að segja eða hvernig ég get þakkað nóg fyrir mig. Ég ætla bara að enda þessa færslu á myndaseríum frá helginni. Takk fyrir mig enn og aftur og vonandi var helgin ykkar jafn frábær og mín.


Meira á www.flickr.com/photos/mluthersdottir

Þangað til næst.

7/25/2011

Af druslum, gömlum hlutum og öðru merkilegu

Druslugangan var haldin í fyrsta sinn í Reykjavík þann 23. júlí sl. og tókst ótrúlega vel. Boðskapurinn komst vel til skila og vel var mætt. 

Það er ekki hægt að kíkja niður í miðbæ án þess að kíkja í Kolaportið, þannig er það nú bara.Enn ein yndisleg helgi liðin ... djö er ég farin að kvíða því að fara ekki í skóla, ég á heima í skóla, þar uni ég mér best. Ef ég bara vissi hvað ég vildi læra þá væri allt miklu auðveldara. Auk þess sem mig langar til að ferðast áður en ég fer í master og til þess þarf ég pening og til þess þarf ég 100% vinnu. Skemmtileg hringrás. Held að ég hljóti nú að venjast því fljótt að vera á vinnumarkaðnum. Er það ekki alveg jafn gaman og að vera í skóla? Plís?

7/21/2011

Mini dund

Ég er svolítið sérstök eins og margir sem þekkja mig kannast við. Ég á það til að sanka að mér allskyns drasli án þess að hafa pláss fyrir það. Verkefnið hér að neðan er gott dæmi um það, ég hef hvergi pláss fyrir þessar hillur en mig langaði svo að föndra þannig að ég gerði það bara samt ... hey ekki eins og þær renni út eða eitthvað, hengi þær upp þegar ég fæ pláss! 

En þetta er semsagt mini dund dagsins, gerði þetta fyrir langa löngu, hillurnar eru keyptar í Söstrene Grene og málningin líka. Fyrsta skref er að mála hillurnar.Þegar þær voru þornaðar festi ég skrapp pappír inn í þær, þetta er eiginlega bara svona prufu, mun gera það betur þegar þær fara upp á vegg, klippa hann betur osfrv. Ég á svo mikið af smáhlutum sem eiga hvergi stað nema í svona hillum, ég er líka algjör sökker fyrir smáhlutahillum. Þetta var bara svona mini project ... annars er mig alveg farið að klæja í puttana að bæta og breyta í Njarðvíkinni. Það bíður betri tíma...

Þangað til næst.