Síður

10/16/2011

Útum víðan völl

Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort að það sé sniðugt að gera svona to-do lista fyrir lífið. Eða er kannski sniðugra að fljóta bara með og sjá hvað gerist? Mér hættir svolítið til að verða kærulaus og gleymin ef ég geri ekki lista yfir allt. Það sem ég þarf að gera þann daginn, það sem ég þarf að versla. Finnst einfaldlega betra að hafa þetta allt í listum. Ég er ekki að segja að ég fylgi þeim í einu og öllu en ég er bara svo hriiikalega gleymin. Heilinn á mér man gagnslausa hlutir eins og kennitölur, símanúmer, nöfn, húsnúmer og þannig. En ef ég þarf að gera eitthvað þá man ég það alla leið útí bíl og svo sit í bílnum eins og manneskja með elliglöp að reyna muna hvernig ég komst þangað.

Ég veit ekki hvort að maður myndi fara eftir svona to-do lista fyrir lífið en það er kannski sniðugt að hafa eitthvað markmið. Eða á maður bara að gera það sem manni langar á hverjum tímapunkti?

Svo getur verið hættulegt að fylgja svona listum í einu og öllu því að þeir geta komið í staðinn fyrir tómarúm sem fólk reynir að fylla með allskyns hlutum, atburðum og fólki í lífinu sínu. Takmarkið verður listinn og hann verður hamingjan, svo þegar hann klárast þá er tómarúmið samt sem áður enn til staðar. 

Ég hef verið að velta þessu tómarúmi mikið fyrir mér upp á síðkastið. Er þetta eitthvað sem þjáir meirihlutann af vestrænni menningu og þess vegna neytum við í þessu magni sem við gerum. Ég er ekki bara að tala um okkur sem neytendur í verslunarmiðstöðvum og Ikea, ég er líka að tala um mat, áfengi, sígarettur og þess háttar. Ef ég kaupi þetta þá verð ég hamingjusamari, ef ég dett í'ða í kvöld þá verð ég hamingjusamari, mmm þessi pizza á eftitr að gera mig hamingjusama/n. Við erum sífellt að leita út á við eftir hamingju, reyna að sækja hana í annað fólk og dauða hluti. En annað fólk er les ekki hugsanir og hagar sér ekki alltaf eins og við viljum og ljóminn af dauðum hlutum hverfur og þá þarf að fara versla á ný. 

Semsagt, hamingjan er hverful. 

Það er ekki fyrr en að við lítum inn á við og finnum hvað það er sem gerir okkur raunverulega hamingjusöm án þess að treysta á neitt nema okkur sjálf sem við finnum hamingjuna.

Svo má ekki gera of miklar væntingar heldur. Hvað er hamingjan? Er hún að brosa í sífellu? Er hún að hlæja og hafa gaman? Já og nei. Ég bið til dæmis ekki um meira en það að vakna bara sátt og fara að sofa sátt. Líða vel og vera örugg. Hlúa að sjálfri mér og dreifa kærleikanum á hvern þann hátt sem ég get. Það er nebbla satt sem þeir segja, það er sælla að gefa en þiggja.

Læt þetta gott heita í bili. Dreifið nú sunnudagskærleikanum með knúsum og brosi.
Þangað til næst.

2 comments:

Gíslína said...

Að lesa góða bók og borða kótilettur gerir mig mjög hamingjusama! Þín sísvanga móðir.

Margret said...

Haha, þú ert snillingur mamma :)