7/21/2011

Mini dund

Ég er svolítið sérstök eins og margir sem þekkja mig kannast við. Ég á það til að sanka að mér allskyns drasli án þess að hafa pláss fyrir það. Verkefnið hér að neðan er gott dæmi um það, ég hef hvergi pláss fyrir þessar hillur en mig langaði svo að föndra þannig að ég gerði það bara samt ... hey ekki eins og þær renni út eða eitthvað, hengi þær upp þegar ég fæ pláss! 

En þetta er semsagt mini dund dagsins, gerði þetta fyrir langa löngu, hillurnar eru keyptar í Söstrene Grene og málningin líka. Fyrsta skref er að mála hillurnar.Þegar þær voru þornaðar festi ég skrapp pappír inn í þær, þetta er eiginlega bara svona prufu, mun gera það betur þegar þær fara upp á vegg, klippa hann betur osfrv. Ég á svo mikið af smáhlutum sem eiga hvergi stað nema í svona hillum, ég er líka algjör sökker fyrir smáhlutahillum. Þetta var bara svona mini project ... annars er mig alveg farið að klæja í puttana að bæta og breyta í Njarðvíkinni. Það bíður betri tíma...

Þangað til næst.

No comments: