9/23/2011

BRB

Afsakið bloggletina í mér. Þegar maður er komin í fulla vinnu alla daga þá er ekkert hægt að leika sér eins og þegar maður er í skóla (djók).

Eitthvað hafiði verið að kvarta yfir því að geta ekki kommentað þannig að ég ákvað að drullast loksins til að setja leiðbeiningar inn.

Þið skrifið komment, fyllið út orðabullið og ýtið á Name/url og skrifið nafnið ykkar (eða ekki ef þið viljið vera anonymous, en þið verðið að skrifa eitthvað) og að lokum þurfiði að ýta á Publish og þá ætti þetta að koma.

Endilega kommentið við þessa færslu og þá veit ég að það er hægt, ef það er ekki hægt þá verðiði bara að hringja í mig ef þið hafið athugasemdir, 555-MÉR-ER-ALVEG-SAMA (djók). Mér eriggi sama, ég elska að fá feedback, ég nærist á því að vita að einhver les það sem vellur upp úr mér (í alvörunni).

Síðan lofa ég að fara blogga meira. Fullt til að blogga um, hvalveiðar, feminisma, hægðirnar hans Sigmundar Davíðs. Name it!

2 comments:

Anonymous said...

Vei vei. Þetta kommentakerfi hefur breyst núna, ég var alltaf að lenda í því að ég hélt að ég hefði gert allt rétt en svo nokkrum dögum seinna komist að því að svo var ei.

Komdu með eitthvad safaríkt (ekki það að fyrra bloggið hafi ekki verið safaríkt, það er eitt af þessum sígildu dæmum um vanhæfni mína sem kommentari) og ég drita kommenti á það! : )

Vonandi er haustið að leggjast vel í þig=]

Antonía

0markaria0 said...

Ég veit ekki betur en að kommentin mín hafa komist til skila í gegnum tíðina en ég er svo sem ekki að dubble tékka.. Hins vegar tekst mér ekki að subscriba :(