Ég hef verið að upplifa mikið ástar/haturssamband við internetið uppá síðkastið. Mig hefur langað til að koma hlutum í verk en festist af einhverjum ástæðum í heiladrepandi og afvegaleiðandi umræðum og myndum á netinu. Internetið hefur gert mér margt gott og að mörgu leyti hef ég getað nýtt mér það til þess að vera upplýst. Ég er voðalega utan við mig og finnst þægilegt að geta farið á netið og lesið mér til um það allra nýjasta aftur í tímann.
Hvað er til dæmis málið með femínisma-umræðurnar þessa dagana? Af hverju og hvenær varð það allt í einu hipp og kúl að vera femínisti? Ekki misskilja mig, það er skref í rétta átt þegar femínismi merkir ekki lengur loðin trunta sem þarf að fá að ríða, það er jákvætt þegar fólk gerir sér grein fyrir því að femínisti er sá sem sér óréttlæti og vill leiðrétta það, hann er ekki bundinn við útlit, stöðu, kyn eða aldur. En það að vera kona sem hefur náð langt á því að ala á staðalímyndum um áhugamál og útlit kvenna er ekki femínisti að mínu mati.
Þetta er hárfín lína og hefur reynst mörgum erfið viðureignar síðustu daga. Hvernig er hægt að vera femínisti og samt vilja líta vel út? Fyrir hvern vill femínistinn líta vel út osfrv. En það er einmitt það sem þetta snýst ekki um ... útlit.
Klukkan er korter í eitt og ég er orðin ansi þreytt. Þessi umræða kann að vera orðin það líka en mér er alveg sama, mitt blogg, mínar pælingar.
Hafið þið tekið eftir því hvað ég er orðin pen og dömuleg í orðalagi, á gömlu bloggunum mínum finnst varla setning sem ekki byrjar á helvítis, andskotans, djöfulsins, fokking eða einhverju öðru fúkyrði. Er aldurinn að færast yfir eða hvað?
Var að henda inn nokkrum myndum á www.flickr.com/photos/mluthersdottir ...
No comments:
Post a Comment