Síður

11/12/2011

Manneskja ársins

Eins og flestir vita gefur Time Magazine út lista á hverju ári yfir þá sem eru tilnefndir sem Person of the year. Listinn í ár er vægast sagt undarlegur, aðilar eins og Kim Kardashian, Charlie Sheen, Dominic Strauss Kahn, Casey Anthony, Silvio Berlusconi og fleiri fleiri á þessum lista teljast varla hæfir þátttakendur í slíkri keppni. En það er ekki það eina sem er undarlegt við hann. Topp 31 þátttakendurnir eru taldir saman og þar af eru einungis 8 konur. Ein þeirra átti yfir höfði sér dóm fyrir að myrða barnið sitt, önnur giftist prins, sú þriðja giftist í sjónvarpi. Einunigs 5 af þessum 31 einstaklingum eru valdamiklar konur sem eru þekktar fyrir eitthvað annað en útlit og kynþokka (það þýðir hins vegar ekki að mínar skoðanir samræmist skoðunum allra þessara kvenna, enda er það ekki málið). Alls eru 17 karlmenn auk allra þeirra karlmanna sem eru í SEAL team, en það eru bara karlmenn í því að því sem ég best veit, alls 14 karlmenn. Svo í heildina eru 31 karlmaður tilnefndur á þessum lista og 8 kvenmenn. Þá eru hóparnir sem tilnefndir eru eins og 99%, Anonymous, AYP og Fukushima ekki teknir með sökum þess að ómögulegt er að skera úr um kynjahlutföll þar. 1% er á gráu svæði enda auðugustu einstaklingar BNA og líklegt er að kynjahlutfallið sé ójafnt þar.

Þetta verður að teljast andi sláandi niðurstöður, hafa konur virkilega ekki verið að gera neitt merkilegt sl. ár? Ekkert sem getur talist sem afrek, ekkert sem gerir þær að góðum kandídötum á þennan lista? Nei ég bara spyr. Þið megið endilega stinga upp á einstaklingum sem ykkur finnst að ættu heima á þessum lista. 


Margar á þessum lista finnst mér t.d. nokkuð magnaðir kandidatar. http://site.chatelaine.com/womenoftheyear/allwinners.aspx 

Hvað finnst ykkur annars um að setja 99% á þennan lista? 

Hér er listinn að neðan og hef ég merkt hann með ansi týpískum litum. Bleikt fyrir konur, blátt fyrir karla, gult fyrir hlutlaust og grátt fyrir gráa svæðið. 

The 99% 14210
Anonymous 13278
Steve Jobs 5051
Arab Youth Protesters 4735
Casey Anthony 2972
SEAL Team  62931
Fukushima  502759
Gabrielle Giffords 2347
Warren Buffett 1859
Barack Obama 1838
Hillary Clinton 1269
The 1% 1233
Lionel Messi 1090
Elizabeth Warren 1079
Ai Weiwei 1042
Kate Middleton1014
Angela Merkel 846
Charlie Sheen 691
Admiral Mike Mullen 524
Recep Tayyip Erdogan 459
Silvio Berlusconi 370
Herman Cain 348
Nicolas Sarkozy 231
Mitt Romney 203
Paul Ryan 200
Kim Kardashian 146
Rupert Murdoch 142
Michele Bachmann 141
Eric Cantor 133
Dominique Strauss-Kahn 80
Reed Hastings 57


TOTAL  63278

Hérna er listinn, eins og þið sjáið þá breytast tölurnar hratt enda er bara nýbúið að birta hann og fólk enn að kjósa. 


Have fun!

1 comment:

Anonymous said...

Jeg vil ha' en ny færsla, jeg elsker at læse din blog! Jeg er bare så uoriginal så jeg har ikke rigtig haft noget at sige om din meget korrekte og deprimerende observation af kvinders 'subordination' ;(

Jólin jólin allsstaðar.

(æla)

knús, Antonía