Síður

11/08/2011

Þeim var ég verst er ég unni mest

Ég er ein af þeim sem á erfitt með að taka gagnrýni. Í stað þess að hlusta og velta því fyrir mér hvað ég get gert til að laga þetta fer ég oft í vörn. Hins vegar er ég einnig minn harðasti gagnrýnandi og hlusta mikið á sjálfa mig þegar að því kemur.

Ég þoli til dæmis ekki þegar ég góma sjálfa mig að því að vera tillitslaus eða of föst í eigin hugsunum. Eins og þegar maður er í umferðinni og bölvar öllum öðrum í sand og ösku en gerir svo það sama, eða þegar maður segir ekki góðan daginn á móti við fólk þó að maður viti að manni sjálfum finnst það leiðinlegt þegar fólk heilsar ekki.

Er maður þá bara svona ógeðslega dónalegur?

Ég er alltaf að reyna að vera betri manneskja, ég lofa! Ég reyni eftir fremsta megni að koma fram við fólk eins og ég vildi láta koma fram við þig (djók).

Maður verður að vera í stöðugri sjálfsskoðun að mínu mati, annars staðnar maður og leyfir sér ekki að vaxa og dafna.

Ég hef svolítið staðnað í þessu bloggdæmi. Ekki haft nóg til að tala um þó svo að það bærist alveg heill hellingur um í hausnum á mér, ég á bara svolítið erfitt með að vinsa úr.

Læt þetta gott heita í bili.
Reyni að koma með eitthvað meira djúsí næst.

Bless á meðan.

1 comment:

Skabbi said...

Það getur verið erfitt að sætti sig við sína eigin galla. En ætli að við verðum ekki betri persónur fyrir vikið?