3/07/2012

I'm as mad as hell!

Jebb. Ég horfði á myndbandið. Í gær vissi ég ekki hver hann var. Í dag hata ég hann. Þannig virkar lífið með internetinu. Eitthvað sem þú vissir ekki af í gær er orðið að hitamáli í dag.

Eftir að hafa horft á myndbandið 'Kony 2012' ákvað ég að svipast aðeins um á internetinu eftir umræðum um þetta tiltekna myndband.

Barnahermaður er því miður alls ekki nýtt fyrirbæri. Ég skrifað um barnahermenn í BA ritgerð minni hér og hef því kynnt mér málefni barnahermanna ansi vel. Þetta er eitthvað sem að mínu mati hefur ekki fengið næga athygli í fjölmiðlum vestanhafs og því að vissu leyti gott að vakin sé athygli á þessu en svo þegar maður fer að lesa sér meira til er ansi margt gruggugt við samtökin Invisible Children, fjármálin eru ekki 100% opin og skora samtökin lágt á lista fyrir gagnsæi NPO, einungis 31% af innkomu þeirra árið 2011 fór í hjálparstörf og því var síðan enn frekar dreift til Úgönsku ríkisstjórnarinnar, hversu mikið af þessu fer til barnanna í raun og veru?

Hugmyndin er frábær sem slík, það er alltaf gott að vekja til vitundar að stríðsglæpamenn nota börn sem hermenn og kynlífsþræla. En ég held að fólkið sem liggur að baki herferðarinnar sjái ekki alveg pólitísku hliðina. Það að bandarískir hermenn sé fengnir til að styðja við bakið á Úganska hernum þangað til að Kony hefur verið handsamaður lýsir því ágætlega. Þetta bendir til þess að fólkið sem stendur á bakvið herferðina sé hlynnt afskiptasemi Bandaríkjanna og gleymi á sama tíma að vera gagnrýnið á Úgönsku ríkisstjórnina og her hennar, en þau eru á engan hátt góðu gæjarnir í þessum aðstæðum. Úganska ríkisstjórnin er leidd af Yowery Museveni sem hefur verið forseti síðan 1986. Þessi ríkisstjórn hefur stutt það að pynta fanga, kúga aðra stjórnmálaflokka og fjölmiðla. Í borgarastyrjöldinni notaði Yoweri Museveni barnahermenn í her sínum NRA (National Resistance Army) sem nú er her Úganda nema undir öðru nafni. Heimildir um þetta má finna hér. Úganski herinn hefur einnig verið að nota 'draugahermenn' (e. ghost soldiers) sem eru hermenn sem ekki eru á launaskrá, til þess að koma peningum undan sem gerir stríðið auðvitað enn arðbærara fyrir þá. Það er kannski langsótt, en ég er það svartsýn að mér finnst það ekki.

Það fer ekkert á milli mála að stríðsrekstur er arðbær fyrir suma aðila, sérstaklega fyrir stór hagkerfi eins og Bandaríkin og Bretland. Það má velta því fyrir sér hvort að Bandaríkin hafi ekki selt Úganska hernum viðbjóðslega mikið af vopnum.

Hér eru allskyns svör og spurningar um átökin í Úganda og LRA.

Þetta eru bara nokkrir punktar varðandi þessa herferð en mér finnst þeir samt sem áður nógu stórir og alvarlegir til þess að hægt sé að efast um þessa herferð og fólkið á bakvið hana. Sérstaklega hvað varðar stuðninginn við Úganska herinn. Kony er langt frá því að vera eini stríðsglæpamaðurinn.

Hér eru nokkrar heimildir sem ég studdist við auk linkanna sem nú þegar hafa verið birtir:

Michael Kirkpatrick hefur búið í Úganda

Síða sem útlistar fjármál góðgerðarsamtaka

Óstaðfest saga manns frá Norður Úganda

Þetta er falleg hugsun og mér finnst í alvörunni magnað að sjá hvað internetið getur gert. Auðvitað dregur þetta ekki úr því að það er virkileg þörf á því að allir taki sig saman og reyni að skapa betri heim. Ég er öll fyrir hugsjónir og háleita drauma en maður má ekki gleyma því að vera gagnrýninn, það er það helsta sem ég tek úr mínu námi í mannfræði og það helsta sem ég lærði þegar ég var að skrifa BA ritgerðina mína. Ekkert er eins og það sýnist.

Ég vildi samt óska þess að allir tækju sig í alvöru saman, þetta mál sýnir okkur það að við erum fær í allt ef við erum bara samtaka, hverjum er ekki sama um vinstri og hægri, samfylkinguna eða sjálfstæðisflokkinn þegar það eru töluvert stærri og mikilvægari hlutir til að nota (ekki eyða) púðrinu sínu í!

Þetta er eins og Rocky vinur minn sagði.


Finnst ég algjör kúkalabbi að benda svona á þetta, því að þetta er góður málstaður í alvörunni. Þetta er bara svo fjandi mikil pólitík.

Þetta hérna finnst mér asskoti hvetjandi.No comments: