3/11/2012

Sumir dagar...

...eru bara aktífari en aðrir.

Það var einn fagran sunnudagsmorgun sem ég vaknaði með blik í auga og bros á vör (blikið reyndist vera glæra og brosið var frosið fast í slefi). Mig langaði til þess að prófa mig áfram í þynnkueldamennsku (já það er list!). Afraksturinn má sjá hér að neðan.

Beikonvafin egg með mozzarella og piparosti. Kryddað með basil og pipar. Bellissimo. Uppskrift hér.


Bláberjamúffur með bláberjarjóma og ísköldu mjólkurglasi. Slurp. Uppskrift hér.


Dagurinn var svo toppaður með suddalega góðum kjötbollurétt. Uppskrift hér.


Sumir dagar eru bara betri en aðrir. Ég er farin að kunna að meta sunnudaga. Laugardagurinn var líka góður, honum var eitt í allskyns ráp og þef af gömlum bókum (mmm gamlar bækur). Það kennir alltaf ýmissa grasa í Kolaportinu og ég kann alltaf að meta það. Það er bara einhver andi þarna sem mér þykir vænt um. 
Vonandi áttuð þið góða helgi. Minni var eytt í eitt stk. árshátíð og kósí þunnildi með morgunmatnum hér að ofan og heimagerðri pizzu.

Það er sko tekið út með sældinni að vera fullorðin ... yub. Lífið er gott.

Þangað til næst.

No comments: