Síður

7/02/2011

Af fávitum og öðrum dusilmönnum/konum


Hvað er aðdáunarvert við það að sigla á móti straumnum þegar straumurinn er af jákvæðum toga og stuðlar að jafnrétti og vellíðan? Hvernig er hægt að hampa svona skoðunum skil ég ekki. Ég hef iðulega talið mig skilningsríka og mannfræðin hefur kennt mér ýmislegt um menningarlega afstæðishyggju en þetta er bara fávitagangur. Það eina góða við svona fávitagang er það hann styrkir jafnréttisbaráttuna, hleypir aðeins líf í hana og lætur blóðið krauma. Að öðru leyti sé ég enga ástæðu til þess að hampa eða klappa fyrir svona fávitaskap. Það að vera kona er ekki það sama í öllum menningarfélögum og það að vera kona er ekki að geta straujað, eldað, séð um heimilið og brosað blítt. Ef ég get ekkert af þessu nema síðarnefnda er ég þá bara 1/4 kona? 

Það er kannski aulalegt að nefna þetta 21 ári eftir að þessi þáttur er sýndur en það er nú samt þannig að við erum enn með svona karaktera sem er hampað í samfélaginu. Allt bleikt.is eins og það leggur sig, Gillzenegger sem álítur svo að stjórnmálakonur séu ekki til neins gagnlegar nema til þess að fá ,,granítharðan í hárugan bílskúrinn" til þess að þær ,,læri að steingrjóthalda kjafti og haga sér" (hans eigin skrifuðu orð af bloggi hans árið 2007. 

Það er eitthvað að þegar bæði stelpur og strákar, konur og karlar hampa svona fávitagang. Það er ekkert hægt að segja neitt meira, fávitagangurinn er svo augljós í mínum augum að mér finnst ég ekki þurfa að segja neitt meir.

Ég veit ekki af hverju ég geri sjálfri mér það að pirra mig á svona kjaftæði og það á youtube 21 ári seinna kl. 2 um nótt.

Ætli jafnréttisbaráttan sofi nokkuð? Nei það held ég ekki.

Þangað til næst.

2 comments:

Anonymous said...

Alveg sammála!

Fíla annars nýja lookið, kemur vel út og ég get subbbað, ok, ekki fallega þýtt.. gerst áskrifandi.

Anonymous said...

Er þetta djók hjá henni? Úff. Ég kæmi ekki við svona heimskingja nema með 2 metra löngu priki nema þá kannski til að slá hana utanundir. Ótrúlegt að sumar konur aðhyllist hugmyndir einsog þessar.

-Antonía