Síður

1/10/2013


Eins og ég tók fram fyrr í vikunni þá er þetta föndur mitt afar lítið þessa vikuna, þetta var bara svona smá betrumbæting til þess að lífga upp á hlutina.

Ég rakst á risastórt & merki um daginn og sá strax einhverja möguleika á betrumbætingu. Þannig að með smá lími, skrapp pappír, skærum og blýant varð þetta:


að þessu:


sem hvílir núna settlega ofan á Ástarljóðum eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi sem ég fékk frá betri helmingnum í jólagjöf. 

Og til þess að bloggið verði ekki bara þetta ógurlega flókna föndur ætla ég að leyfa ykkur að skyggnast aðeins inn í kvöldið...

Ég er í smá fráhvörfum frá jólaljósum heima þannig að í staðinn er ég martröð eldhræddra og kveiki á sprittkerti í hverri krukku sem finnst á heimilinu. Hlutirnir þurfa ekki að vera dýrir til þess að vera kósí! Ég er forfallinn krukkusafnari því annað finnst mér svo mikil sóun og það gefur að skilja að ég þarf bráðlega aukaeldhús undir krukkur. 


Oooog eins og flest aðrir huga ég að markmiðum og nýjum hlutum til að gera þegar árið er liðið. Ég hef reyndar ekki verið mikið í því að strengja þessi týpísku heit heldur finnst mér gaman að finna eitthvað frumlegt (ef frumlegt skyldi kalla) og sjá hversu lengi ég man eftir því. Í þetta skiptið sá ég skemmtilega hugmynd sem ég ætla að reyna að halda út allt árið því að ég held að það verði verulega ánægjulegt í lok árs 2013. Hún snýst um það að skrifa niður allt það skemmtilega, ánægjulega, glaðlega og frábæra sem gerist fyrir mann yfir árið og svo les maður það í lok árs og gleðst yfir öllu þessu aftur! :) Frábærlega hamingjusamt og klisjulegt eitthvað og ég er að standa mig! Fann þessa frábæru krukku undir miðana í Kolaportinu sem öskraði á mig að taka sig heim, gott að hafa hana líka á glámbekk þannig að ég muni eftir þessu. 

   




Þetta var allavega kvöldið mitt í hnotskurn. Mini-föndur, kertaljós og almenn væmni. Hlakka alveg ógurlega til sumarsins en kann samt að meta það að hafa kertaljós í myrkrinu. 

Þangað til næst. 


No comments: