Síður

1/15/2013

Sniff, snöfl, snörl

Þetta er það eina sem ég hef til málanna að leggja þessa dagana. Flensan náði mér sjáið til.

Ég var barnið sem veiktist nánast aldrei ... þangað til ég fór svo að vinna á leikskóla, þá hrundi ónæmiskerfið algjörlega og ég hef fengið flensuna 1-2x á ári eftir það, alltaf á sama tíma.

Það er ótrúlegt hvað maður verður heiladauður og hugmyndasnauður þegar flensan nær völdum.

Eins og þið komust að í síðasta bloggi á ég ansi margar krukkur. Ég hef verið að skoða ýmsa notkunarmöguleika fyrir þessar krukkur. Hér eru nokkrar sem mér líst vel á...

Undir möffinsform. Hér.


Elska kerti í krukku og elska blúndu. Kemur mjög vel út saman. Hugmynd fengin héðan.


Fáránlega krúttað. Hér.


Kertagerð ... fíla þessa hugmynd, eina sem þarf er krukka, afgangskerti og þráður. Hugmynd fengin héðan.


Ég er að hugsa um að framkvæma eitthvað af þessum hugmyndum á næstunni. Svona þegar heilsan kemur aftur, þangað til er það bara Bones og te. 

Hef verið að kynna mér stöku vegan uppskrift og ég er alls ekki jafn hrædd við þetta og ég var. Held og vona að þetta verði ekki jafn erfitt og ég ímynda mér. Hugsa að þetta sé allt bara spurning um réttu samsetninguna og kryddblöndu. Ef bragðið er gott þá kannski skiptir ekki öllu máli þó að það vanti stöku svín eða lamb. Kannski er það jafnvel bara betra. 

Ég er allavega spennt :)

Þangað til næst.
Kvefkveðjur. 



No comments: