Síður

1/17/2013

Kjúklingur í mangókarrí

Ég er enn að reyna að ná mér. Hef bara hreinlega ekki verið svona veik í mörg ár. En það þýðir ekkert að liggja bara og vola. Ég dreif mig fram úr og eldaði svona til þess að fá einhvern mat í kroppinn en ekki bara skyndibita og veikindafæðu. Í þetta skiptið langaði mig til að prófa eitthvað nýtt, svo ég eldaði kjúkling í mangókarrí.

Uppskriftin er afar einföld og þetta tekur enga stund.







5-6 bringur
salt og pipar
4 rif hvítlaukur
1 peli af rjóma
1/2 krukka mangochutney
1 msk karrí

Ef ykkur finnst karríbragðið of yfirgnæfandi þá er bara að bæta aðeins meiri rjóma.

Byrjið á því að skera bringurnar í litla og krydda með salt og pipar. Bitarnir eru síðan steiktir á pönnu. Þegar þeir eru alveg að verða til þá er hvítlauknum, mango chutney, karrí og rjóma hellt útá. Ég lét þetta síðan malla við lágan hita í 15 mínútur. Þetta borðuðum við með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði, þetta var það gott að við nánast önduðum matnum að okkur. 

Uppskrift er fengið héðan. En ég leita mikið í kjúklingaréttina hennar Áslaugar enda hafa þeir allir verið góðir sem ég hef prófað. Mæli hiklaust með uppskriftunum hennar. Ég breytti henni aðeins eftir okkar hentisemi og bragðlaukum. Mæli alveg með þessari uppskrift við flest tilefni, einföld, bragðgóð og ekkert of kostnaðarsöm.

Þangað til næst.
Letilaskveðjur.

No comments: