2/05/2013

Innblástur og Hávamál

Er ekki kominn tími á smá þriðjudagsinnblástur? 

Eins og ég hef minnst á áður er ég voðalegur sökker fyrir ljósadýrð, ég get alveg séð einn svona ''flöskulampa'' fyrir mér inní svefnherbergi...

Mynd fengin héðan

Þegar ég er búin að koma saumavélinni í lag þá verður þetta eitt af fyrstu verkefnunum, ég hef alltaf verið forfallinn blúnduaðdáandi og sú aðdáun hverfur ekkert hvort sem blúndan er í tísku eður ei...

Hugmynd fengin héðan

Hugmynd fengin héðan

Þetta er alveg hrikalega sniðugt ... líka miklu skemmtilegra að hafa sem flesta liti í kringum sig, það hressir, bætir og kætir!

Hugmynd fengin héðan ásamt fleiri skemmtilegum hugmyndum

Mmmmmmm

Mynd fengin héðan

Þetta er ég að spá í að gera við nokkra döll vettlinga hérna heima, ekkert smá krúttlegt! 

Hugmynd fengin héðan

Annars er næst á dagskrá að koma ljóði fyrir í ramma sem ég hef verið með á heilanum á dágóðan tíma. Mér hefur alltaf fundist það afar heillandi, auk þess sem það geymir mikinn sannleik. En ljóðið sem um ræðir er svohljóðandi:

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt
aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leynist strengur í brjósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast
sem aldrei verður tekið til baka.
- Einar Benediktsson úr Einræðum Starkaðar.

Af einhverjum ástæðum hafa ljóð yfirleitt mikil áhrif á mig, það er eitthvað við hrynjandann og bundið mál sem lætur mig taka meira mark á innihaldinu. Ég tek meira mark á þessu heldur en ef einhver segði einfaldlega, vertu góð við náungann annars gætirðu séð eftir því. 

Ætli það sé ekki líka ástæðan fyrir því að ég leita í Hávamál þegar mig vantar ráð .... (djók)

Án gríns samt ... þá er frábært að lesa Hávamál ef þig vantar gildi til að fara eftir í lífinu, klárlega betri og skýrari en biblían! Hér er hægt að lesa Gestaþátt Hávamála með skýringum, ég mæli algjörlega með því fyrir þá villuráfandi og vegalausa ... og hina líka sem vantar afþreyingu. Hávamál í heild sinni er svo hægt að lesa hér. 

Byrjaði á innblæstri um klút og naglalökk og endaði á Hávamálum ... jájá, af hverju ekki?

Þangað til næst.
Heilir eru þeir sem hlýddu!

No comments: