2/01/2013

Sinnepskjúlli og kertafjör

Mig langaði í eitthvað gott sl. fimmtudag, eitthvað létt og eitthvað sem ég gæti gert að nesti fyrir næsta dag. Þá mundi ég eftir uppskrift sem ég hafði hripað niður fyrir nokkrum mánuðum og alltaf ætlað að prófa ... og ég sé ekki eftir því. 4 Kjúklingabringur
1 1/2 msk sætt sinnep
2 1/2 dl sýrður rjómi
1 msk dijon sinnep

Aðferð: sinnepinu og sýrða rjómanum er hrært saman og síðan penslað á kjúklinginn. Kjúklingurinn er síðan settur í eldfast form og bakaður 185°C í ca. 30 mínútur. Við borðuðum þetta með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði (eins og allt annað, já við elskum hrísgrjón og hvítlauksbrauð!)

Fáránlega einfaldur og hrikalega bragðgóður, ennþá betri daginn eftir. Mæli tvímælalaust með þessari! 

 Svo var bara heimagert pizzukvöld í kvöld. Pizza á föstudögum er eiginlega bara möst.


 Svo er ég að spá í að sýna ykkur smá föndur sem ég var að dunda mér við áðan, ég sá þessa hugmynd á Pinterest fyrir nokkru og ákvað að prófa. Að mínu mati kom þetta þokkalega vel út og er ansi skemmtilegt til að poppa upp kertastjaka. 

Hráefnið: Myndirnar sem þú hyggst nota, kertastjakar, skæri, límband eða lím og kerti. Í mínu tilfelli átti ég ekki glæra kertastjaka sem pössuðu inn í myndina þannig að ég notaði þessa í bili en mun örugglega skipta þegar ég get til þess að birtan komi betur út.


Myndirnar eru síðan klipptar út, rúllaðar í kringum kertastjakann og límdar saman með lími eða límbandi.


Kemur mjög kósí og krúttleg birta frá stjökunum. Ég er bara doldið sátt sko :)


Helgin fer í almenn rólegheit og kjúklingasúpugerð. Þið fáið uppskriftina um helgina, þessi súpa er sú besta sem ég hef smakkað. Get eiginlega ekki beðið eftir því að elda hana á morgun...

Þangað til næst.
Helgarkveðjur.

No comments: