Síður

2/03/2013

Mexíkósk kjúklingasúpa (the easy way)

Vonandi áttuð þið yndislega helgi. Mín var afar róleg og ljúf. Fékk yndislegar dömur í heimsókn á laugardeginum, nánar tiltekið 2x Sigurborg og mömmu. Mikið spjallað, mikið borðað, mikið hlegið og mikið gaman. 

Svo mallaði kjúllasúpa í pottinum um kvöldið og ég sver'ða, það er eitthvað ávanabindandi í henni, svo bragðgóð er hún. Ég fékk þessa uppskrift hjá samstarfsfélaga þegar hún bauð okkur til sín í mat á síðasta ári og hef eldað hana nokkrum sinnum síðan þá, hún er einföld, tiltölulega fljótlega og eins og ég hef minnst á nokkrum sinnum áður, hrikalega bragðgóð. 





Uppskrifting er svohljóðandi með smá breytingum frá mér...(fyrir ca. 5-6 manns)

4 bringur
3 paprikur
1 púrrulaukur
1 laukur
3 hvítlauksrif
3/4 flaska Heinz hot chili (hef komist upp með að nota ekki hot, þá verður hún bara ekki jafn sterk)
3 msk súrsæt chili
1 askja rjómaostur
3/4 L kjúklingasoð (notast yfirleitt við kjúklingatening og vatn bara)
1/2 L rjómi

Aðferð: Steikja kjúllann og setja til hliðar, því næst er grænmetið steikt í stórum potti og Heinz + súrsætu chili ásamt rjómaosti bætt út í. Síðan kjúklingasoði og rjóma. Þetta er síðan soðið í 15-20 mínútur en þá er kjúklingnum bætt við.
Þetta borða ég svo einfaldlega með hvítlauksbrauði eða baguette. Þetta er algjör snilld og ég geri yfirleitt skammt fyrir 2-3 daga.

Nokkuð öruggt samt sem áður að það verði ekki mikið eldað af henni í vegan mataræðinu...

Annars hlakka ég bara til vikunnar. Gott að segja gleðilegan mánudag, það platar mann í að halda að mánudagar séu eitthvað annað en fúlir ;)

Þangað til næst.
Mánudagskveðjur.

No comments: