2/19/2014

14 af 101

8. Kósí rigingardagur. Mér finnst fátt betra en þegar veðrið er einmitt svona (eins og það er núna í bænum, óveður) og ég þarf ekki að gera neitt. Ég sef sjaldan betur og er sjaldan jafn róleg. Kveiki stundum á Rainy Mood og jazz tónlist bara til að róa mig. Hérna er búið að splæsa saman rigningarhljóðum og eðal jazz í endalausri 'loopu' þannig að gleðin tekur engan endi! 


9. Gamlar bækur. Ójá, ég er með sérstakt blæti fyrir gömlum bókum. Sú fyrsta var einmitt Odysseifskviða sem sést þarna í bakgrunn hún er rétt rúmlega 100 ára og sú nýjasta er Sögur og Kvæði eftir Einar Ben frá 1897. Það er eitthvað við kaffiblettina, lyktina og söguna sem heillar mig, hversu margir hafa átt þessar bækur? Hvar hafa þær verið og hverjir hafa handleikið þær? Tengir mig fortíðinni, ég er voða hrifin af henni. 


10-12. Kertaljós/góð lykt/vanillulykt. Já þetta er eiginlega allt í þrennu því góð lykt fyrir mér er vanillukertalykt. Þessi stjaki er líka dásemdin ein, hann snýst þegar kveikt er á kerti og mér er alveg sama þó að það hangi hreindýr á honum, hann skal fá að vera upp allan ársins hring!


13. Kósí teppi. Getur ekki átt kósí neitt án kósí teppis, end of discussion!


14. Lush. Af augljósri ástæðu fyrir mér, litríkt, vellyktandi og vegan. Birgi mig alltaf upp í úglöndum, kom eflaust síðast heim með ca. 15 kg af sápu. Worth it!


Ég er að skynja ákveðið þema í þessari færslu alveg óvart, kenni veðrinu um! En þetta gengur líka bara svona fantavel. Er semí búin að velja mér tattoo og hvar, þá er bara að finna hvenær og útfærsluna. Spennó!!

Þangað til næst.
Kósíkveðjur.


No comments: